In France, a brasserie is a café doubling as a restaurant with a relaxed setting, which serves single dishes and other meals. It can be expected to have professional service and printed menus (unlike a bistro which may have neither), but more informal eating hours than a full-fledged restaurant. Typically, a brasserie is open every day of the week and the same menu is served all day.
The word 'brasserie' is also French for brewery and, by extension, "the brewing business".
"Við höfum ekki tekið einn einasta leigubíl síðan við komum til Frakklands." sagði ég við Sonju þegar við höfðum dvalið hérna í rúmlega viku.
"Já, það finnst mér ekkert skrítið - ég er eiginlega á móti því í ferðalögum nema þegar maður þarf að flýta sér mjög mikið eða er seinn." sagði Sonja.
"Já, en þú ert alltaf sein!"
Á þessu kaffihúsi var hluti af kvikmyndinni mögnuðu Le Fabuleux destin d'Amélie Poulain eftir hinn magnaða Jaunet tekin upp.
Sonja las í bók frásögn bresks manns, sem fluttist til Parísar í eitt ár, af því þegar þegar þjónar hérna fóru í verkfall. Hann sagði að skyndilega hefði þjónustan orðið eins og í Bretlandi, þ.e. ungt fólk og námsmenn tóku tímabundið við þjónustustörfum þegar hinir eiginlegu þjónar sátu sem fastast heima hjá sér. Það þarf kannski ekki að segja Íslendingum frá því að tímabundnir starfsmenn hafa engan metnað, áhuga né kunnáttu. Skyndilega gátu gestir ekki lengur fengið að vita hvað var í réttum matseðilsins, hvernig vín væri hentugt með máltíð og allt annað sem tilheyrir fagmannlegri þjónustu.
Ég hafði heyrt um það áður en ég kom til Frakklands að þjónar þar í landi væru fúlir og erfiðir en ég er ekki alveg sammála því. Mér finnst þjónar hérna mjög fagmannlegir og hæfir án þess að vera leiðinlegir og eru á tánum. Hver hefur ekki farið á kaffihús eða veitingahús og þeir sem eru að þjóna virðast ekki vita að þú sért yfir höfuð á staðnum svo maður þarf að hrista alla skanka og kalla til að fá athygli. Hérna vita þeir hvenær maður vill fá reikninginn, hvenær hentugt er að koma til að taka við pöntun eða vita hvort maður þurfi þjónustu þeirra.
Það var komið á þriðja dag í París þegar við hittum fyrir fúlan þjón. Við settumst inn á kaffihús - eldri maður með yfirvaraskegg kom til okkar og ég bað um kaffibolla og kók og við það rauk hann í átt að barborðinu en heyrði þegar ég bætti við: "... og tvö Crossants." Hann snarstoppaði dæssti hátt, hrissti hausinn og kom aftur. Við þetta sprakk ég úr hlátri, veit ekki alveg afhverju, kannski vegna þess að ég hafði hálfvegis beðið eftir svona þjónustu frá því að ég kom til borgarinnar. Hann reyndar brosti þegar hann sá mig skellihlæja og var mun þægilegri það sem eftir lifði dvalar okkar inni á Au Petit Poucet þessa kvöldstund.
Þjónar geta reyndar verið nokkuð ófagmannlegir eins og í vikunni þegar við fórum á nokkuð gott kaffihús í latínuhverfinu. Tveir kvenlegir menn á næsta borði pöntuðu sér nautasteikur og hvítvínsflösku. Þjónninn kom stuttu síðar með hvítvínsflöskuna í klakafötu og setti á borðið hjá þeim. Hann teygði sig í kork-upptakarann og í sömu andrá hringdi GSM síminn hans. Hann svaraði í símann. gekk frá þeim og út á götu og talaði þar í um 4-5 mínútur, kom síðan inn og opnaði loks fyrir þá flöskuna. Þeir virtust ekkert mjög hissa né pirraðir yfir þessu.
Spegilmynd af staðnum.
Þjónustan getur líka verið skemmtilega frjálsleg. Við fórum einn morguninn hérna á ódýrt kaffihús sem er neðar í götunni. Ung stúlka var að vinna og fastir gestir sátu við barborðið og voru þessir sömu menn þarna í hvert skiptið sem við mættum á staðinn. Við pöntuðum drykki og Crossants. Afgreiðslustúlkan kom með drykkina en mesta fyllibytta staðarins, grindhoraður maður með fitugt, grátt sítt hár og kartöflunef var sendur út í bakarí til að kaupa morgunmatinn. Hann datt um stólana þegar hann gekk aftur inn á kaffihúsið með bréfpokann í höndinni.
Helgina eftir mættum við sem fyrr á þetta kaffihús, allir sömu fastagestirnir sátu við barinn en nýr skipstjóri var í brúnni. Mjög upptrekktur og fínn maður í þjónafötum frá toppi til táar og örmjótt yfirvaraskegg undir montnefinu.
"Bonjour." sagði ég glaðlega til að milda fyrirlitningasvipinn á honum þegar hann mældi mig út þar sem ég stóð fyrir framan hann.
"bommmhumm" tuldraði hann og leit í aðra átt og vonaði greinilega að ég myndi hverfa.
"Deux Croussants s'il vous plait." sagði ég kurteislega.
"NO!" sagði hann hástöfum, nánast sigri hrósandi yfir því að ég yrði bara að leita ananð.
"Ok, can I buy croussants in the bakery and bring them in and order coffee here?" spurði ég á ensku því frönskukunnátan er ekki orðin nægilega góð. Þessi fyrirspurn hljómar kannski óeðlileg á íslandi en maður sér mjög mikið að fólk kemur inn á staðina og pantar drykki og fær að borða nesti og annað ef staðurinn er ekki með mat.
"NOO!" sagði hann enn hærra og gekk í burtu til að sýna mér að ég væri ekki velkominn.
"Merci."
Strákurinn sem var vanur að afgreiða okkur var að bauka eitthvað úti í horni og horfði vandræðalega á mig eins og hann væri að segja að hann sjálfur réði engu þarna og gæti ekki hjálpað mér. Fastagestirnir urðu líka hálfvandræðalegir en enginn virtist þora að andmæla dómaranum. við komum sennilega ekki oftar á þennan stað.
Fastagestirnir.
Við reynum að læra og nota frönsk orð á meðan við erum hérna - bæði er það skemmtilegra og afgreiðslufólk virðist kunna að meta það mjög mikið. Maður heyrir oft bandaríkjamenn segja hástöfum með gríðarlegan bandarískan hreim: "Thank you very much!" sem sker gjörsamlega í eyrun. Er erfitt að læra hið einfalda orð "merci"?
Gestur - Eigandi.
Dæmigert borð á kaffihúsi (brasserie).
Við fórum á þetta pínulitla kaffihús/bar í úthverfinu Belleville. Eigandinn sem stendur þarna við borðið býr þarna og því er þetta eins og að ganga inn á heimili, sem þetta svo sannarlega var. Myndir af börnum voru á veggjum og persónulegir munir út um allt. Allir nema við fastagestir og allt mjög heimilislegt. Á svona stöðum ertu gestur og átt að hegða þér þannig - barþjóninn ræður öllu og þú þarft að halda þig á motunni og vera kurteis.
Stundum eru þjónar einfaldlega með stæla af því að við erum ferðamenn og kunnum ekki málið. Við forum á fínt lítið veitingahús á rólegri hliðargötu. Þarna var slatti af fólki, enginn túristi nema við (auk þess sem Sonja vill meina að við séum ekki túristar heldur ferðamenn), aðeins fólk í götunum um kring. Við settumst við borð, feitlagin þjónustukona með rósatattú nálgaðist og starði á okkur eins og við værum aðskotahlutir en við náðum að stama "menu" og setja upp spurnarsvip. Hún kom með stóra krítartöflu og stillti upp á stól við hliðina á okkur. Þetta var allt á frönsku en því miður hafði skrifarinn verið að æfa sig í skrautletri þannig að við áttum erfitt með að átta okkur á því hvað þarna stóð. Sonja horfði á borðin í kring og benti mér á disk á þarnæsta borði og sagði "Þessi lítur ágætlega út, ég er að spá í að panta mér bara svona." Við nánari eftirgrennslan reyndist þetta vera skál með þurrkuðum rósablöðum, þau gulu líktust kartöflum en þau rauðu skinkubitum. Þegar afgreiðslukonan (sem við skulum bara kalla Rósu frænku) kom benti ég á atriði á matseðlinum af handahófi en Sonja pantaði sér "Parísar-salat". Nokkrum mínútum síðar skellti Rósa disk á borðið hjá mér með stórum svörtum blóðbjúgum sem smökkuðust betur en þær litu út.
Eftir matinn báðum við um reikninginn en Rósa gat ómögulega skilið bill, check og hið kunna tákn með að setja fingur í lófann til að tákna reikning. Hún gaf þó undan að lokum og kom með reikninginn, en samt með fýlusvip. Við brostum og gáfum henni nokkrar krónur í þjórfé (ótrúlegt en satt). Þegar við gengum út spurðum við hana á ensku hvar markaðurinn væri og þá talaði hún reiprennandi ensku þegar hún útskýrði hvert við ættum að fara í smáatriðum.
L'addition, s'il vous plait.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli