föstudagur, júní 24, 2005

KOMIN HEIM!
Jóhann er búinn að henda inn stórum skammti af myndum inn á sitt blogg (gudbjargarson.blogspot.com) og þar er einnig texti fyrir síðasta hluta ferðarinnar og vísa ég því fólki þangað. Þessu ferðalagi er því lokið og verður lítið um færslur á þessi bloggi á næstunni. Þakka þeim sem nenntu að lesa - ég var nú bara frekar stuttorð í þessum bloggum miðað við oft áður ;)
Sonja (og Jóhann)

miðvikudagur, júní 15, 2005

CHIANG RAI
Vid erum nuna her i nordur-Thailandi og ferdin bradum buin, tad er nokkud einkennilegt ad hugsa til tess ad vid seum ad fara heim.
En eftir bloggid hans Johanns fra Bangkok ta forum vid til Laos og tad var frabaert - kom okkur nokkud a ovart hvad tad er reyndar ordid turistavaent og margir tala ensku tar en a moti kemur ad landid er enn nokkud frumstaett svo turistabylgjan hefur enn ekki haft nein afgerandi ahrif. Likegast to kom hofudborgin, Vientenne, mest a ovart. Tar bua vist 600000 manns en okkur fannst eins og vid vaerum i svona 100000 manna bae, eda jafnvel minna. Tar voru eiginlega engar gotur malbikadar og svona 10 umferdarljos i allri borginni, allt i svona litlum "tuk tuk " (motorhjol sem tekur 2 fartega i hlidarvagn) og midbaerinn var eitt litid torg med gosbrunni - ansi olikt flestum hofudborgum sem vid hofum komid i.
Jaeja, tetta voru bara stuttar frettir hedan - vid erum ad fara i nudd og timinn a netinu buinn.

miðvikudagur, júní 08, 2005

BANGKOK
Tar sem Johann hefur gert nokkud goda grein fyrir sidastlidnum dogum ta hef eg svo sem ekkert ad segja um ta nema kannski bara svona ad reyna taka saman tad sem komid hefur a ovart a ferdum okkar hingad til, adallega Kina.
Gaeludyr: vid vorum ad uppg0tva tad um daginn ad vid saum varla nokkurn hund ne kott fyrr en vid komum til Yangshou og i raun varla fyrr en vid forum ad tvaelast um litlu torpin tar i kring. Eg held ad eg hafi ekki ferdast adur um borgir sem voru svo til lausar vid hunda og ketti - eg held hreinlega ad eg hafi sed svona 1-2 i hverri borg og stundum ekkert. Hins vegar hofum vid rekist a hvolpa, kettlinga, kaninur, hamstra, froska, skjaldbokur og slongur til solu a svona litlum morkudum sem selja fatnad, DVD, toskur o.fl.- reyndar saum vid tad i fyrsta skipti tegar vid vorum i Nanjing svo.... Tad virtist nu fara oskop illa um greyin, geymd morg saman i pinuliltlum burum og einu sinni var gris i buri med 3 hvolpum - vitum ekki hvort hann var aetladur sem gaeludyr eda til atu! Vid hofum nu reyndar lika sed a matarmorkudum froska, slongur, skjaldbokur, lifandi haensn, lifandi dufur, lifandi fiska (t.e. svipad torski, al o.fl). Tad er tvi spurning hvort litid er a sum tessi dyr baedi sem gaeludyr og mat - madur getur lika keypt litla haenuunga a svona 3 yen og alid ta upp svo teir verdi god steik. Hummmm, af e-m astaedum for umraedan hja mer ur gaeludyrum i mat! Vid heyrdum lika af hundum til solu (sem mat) i Kina en tad saum vid reyndar aldrei sjalf svo... En aftur ad gaeludyrunum ta virdist vera meira um hunda en ketti og folk virdist her lita a hundana sem meiri felaga en i Siberu. I Siberu sa madur aldrei neinn a gangi med hundinn sinn heldur voru teir bundnir i gordunum og geltu hatt og mikid tegar madur gekk framhja, her hins vegar ganga hundarnir um lausir og elta bara eigendurna ut a akurinn og svona. Reyndar er mjog algengt

föstudagur, júní 03, 2005

YANGSUO
Hæ hæ - þá erum við komin til Yangshuo þar sem að við ætlum að vera í nokkra daga og slappa aðeins af. Dagarnir frá því að við fórum frá Beijing hafa verið nokkuð hraðir og satt að segja renna þeir smá saman í eitt hjá mér :( En ekkert sem að smá upprifjun lagar ekki. Ok - var að lesa yfir síðasta blogg og því byrja ég bara á að segja frá X'ian og þið verðið að reyna átta ykkur á þessu tímaflakki mínu fram og aftur, afsakið þetta skipulagsleysi í frásögninni. X'ian var bara fín borg og gott hótel, okkur gekk vel að komast terracotta svæðinu með innanbæjar strætó og svo bara hefðbundinni kínverskri rútu - ekkert sérstaklega ætlað ferðalöngum til terracotta. Með því að nota svona hefðbundnar leiðir borguðum við um 10 Y á mann fyrir ferðina alla leið frá hótelinu (um klst) en leigubílarnir voru að reyna tæla okkur með sér fyrir 100 Y svo við erum bara nokkuð stolt - það er líka miklu skemmtilegra að gera þetta svona. Þetta er alveg ótrúlegt að skoða alla þessa hermenn og það er ekki einu sinni búið að grafa allt upp, ekki einu sinni helminginn held ég. Seinnipartinum eyddum við svo í að finna bókabúð sem seldi enskar bækur í von um að þeir ættu svona orðabók með setningum og það hófst að lokum - þá var það bara að æða beint á Pizza Hut því mig var farið að langa að panta mat sem ég vissi fyrirfram hvað var og hvernig smakkaðist! Þetta reyndist reyndar heldur dýrt miðað við fyrri reikninga, við höfum verið að borga svona 30 Y fyrir góðar kvöldmáltíðir en þessi kostaði næstum 200Y! Ekki það að 1500 kall sé mikið fyrir 12" og 9" tommu Pizza Hut pizzur en miðað við verðlagið hér þá..... Daginn eftir fundum við svo þetta múslimahverfi sem Paul hafði bent okkur á og þar var frekar stór og skemmtilegur markaður. Hann var auðvitað nokkuð túristalegur en ég hef samt sjaldan séð jafn mikið af gömlum munum og óvenjulegum sölubásum inn á milli, auk þess þá voru sumar götur bara fullar af litlu matsölubúllum og það breytir svo andrúmsloftinu að sjá "venjulegt" líf inn á milli. Þessir sölumenn eru samt alveg ótrúlegir og það eina sem flestir þeirra kunna í ensku er: "lúúkka lúkka" (look), "tjípa tjípa" (cheaper), "hello hello" sem er samt mjög fyndið að heyra þá segja. Mér leiðast þeir reyndar því ef maður slysast til að líta á hlut þá eru þeir komnir eins og hrægamman "lúúkka lúúkka" og enn verra er ef maður tekur e-ð upp, svo ég tali nú ekki um ef maður asnast til að spyrja um verða á e-u!! Ég verð að segja að ef ég fengi að skoða hlutina í friði þá mundi ég vera búin að kaupa miklu meira svo þessi aðferð þeirra virkar ekki á mig. Jóhann er reyndar alveg ótrúlega kræfur að harka við þá og um daginn þá fékk hann svona eftirlíkinu af terracotta hermanni á 12 Y - upphaflega verðið var 230Y! Þetta er reyndar farið að verða auðveldara fyrir hann því ég er hætt að standa jafn hart með sölumönnunum og farin að þegja bara - eða allavega reyna það! Mér finnst bara alltaf eins og maður sé að pína þá og notfæra sér það að þeir vilja bara selja hvort sem þeir græða 3Y eða 300 en það pínir þá svo sem enginn til að taka verðinu sem við erum að bjóða svo..... En aftur að X'ian - þá var bara svona flugvallarrúta úr bænum að flugvellinum (klst í burtu) sem við tókum en beint fyrir framan rútuna réðust fyrst á okkur nokkrir leigubílstjórar - eins og við var að búast - og þeim tókst nú að veiða nokkra á meðan að við sátum í rútunni og biðum eftir að hún færi af stað. Flugið gekk vel og þegar að við komum til Nanjing var þar beint fyrir utan rúta sem fór í bæinn og allt því afskaplega þægilegt. Eini gallinn við skipulagið hans Jimmys var að miðinn sem við fengum með hótelunum innihélt ekki við hvaða götu þau voru svo... Það stóð hins vega vegalengd i km frá flugvelli, rútustoppi og lestarstöðum en oft eru fleiri en ein rútustöð. Þegar að við komum svo inn í Nanjing vissum við auðvitað ekkert hvar rútan myndi stoppa og hversu langt væri þaðan í hótelið - á fyrsta stoppinu þá réðust að okkur leigubíl en bílstjórinn okkar sagði okkur að fara með sér á næsta stopp og þar gátum við bara veifað bíl. Hótelið var rosa fínt og við lentum á 12 hæð minnir mig svo útsýnið var ágætt - hefði verið frábært ef ekki hefðu verið önnur stórhýsi á svæðinu ;) Daginn eftir fórum við strax að leita okkur að leið til Suzhou og þegar rútumiðinn var í höfn um hádegisbil gátum við farið að skoða bæinn. Við þurftum reyndar að byrja á því að finna hraðbanka og það getur stundum verið nokkuð maus því að einu hraðbankarnir sem taka erlend kort eru "Bank of China". Nanjing var stærri en við héldum og því þurfti að fara mikið í leigubílum. Við byrjuðum á því að fara í safn til minningar um innrás Japana 1931 þegar þeir drápu um 300000 manns bara í Nanjing og stór hluti af því voru saklausir borgarar, börn og gamalamenni. Þeir pyntuðu að sjálfsögðu líka, nauðguðu, afhausuðu ofl. Eftir allan þennan hrylling þá vildi ég fara e-ð þar sem lifandi fólk var að finna og við fórum í e-ð hverfi sem var eiginlega bara einn stór markaður og svo smá svona síki til að sigla um. Þetta var mjög fallegt en soldið mikið af fólki og ekki hægt að sigla langt né burt frá öllu fólkinu. Þarna keyptum við reyndar slatta af DVD - ódyrara heldur en að leigja eða skrifa sjálfur disk heima. Um 18 komum við okkur svo til Suzhou. Það var líka fín borg og mikið að sjá en helmingurinn af tímanum okkar fór í að leita að þessum heelv... bát sem átti að koma okkur niður til Hangzhou með nætursiglingu. En við náðum nú samt að sjá tvo mjög fallega garða og njóta þeirra. Það var svolítið fyndið að þegar maður gengur um bæina hér þá ser maður enga erlenda túrista en svo um leið og maður kemur inn á þessa staði þá eru þeir alveg í hrönnum - eins og t.d. garðarnir. Það er greinilegt að flestir ferðast bara um í hópum en ekki á eigin vegum hér í Kína -nema Kínverjarnir sjálfir kannski. Bátsferðin var eiginlega bara hræðileg, við sváfum eiginlega ekkert fyrir hita og ég var auk þess að kafna úr súrefnisleysi - við vorum 4 í pínulitlum klefa og ekkert opið út eða skipt um loft á annan hátt. Hangzhou var einnig mjög falleg og þar gengum við bara um e-n garð að leita að e-m drekahelli, fórum í siglingu á vatninu og fengum flugeldasýningu um kvöldið. Sú borg er greinilega sú ríkasta af þeim sem við höfum verið í því allir leigubílarnir voru nýir Wolkswagen, lítið um betlara, göturnar hreinar og fáir götusalar. Þar sem að við komum þangað um morgun og fórum um hádegi daginn eftir fengum við góðan tíma en vegna rigninga seinni daginn gerðum við mest litið. Frá Hangzhou flugum við til Guilin þar sem að við ákvaðum að stoppa þann daginn og fara morguninn eftir hingað til Yangshou - keyptum okkur siglingu niður Li ánna í stað þess að taka rútu frá Guilin. Þetta er alveg ótrúlega fallegt svæði og þess virði að sigla um það þótt það væri kannski ekki alveg 380Y virði (á mann) því hádegismaturinn var vondur og leiðsögnin var ekki góð. En nú er Jóanhn litli komin á stjá og best að koma sér út og gera e-ð af viti hér í bæ. Við erum búin að finna ferðaskrifstofuna sem hann Paul mælti með svo við getum vonandi óhrædd treyst því sem hann segir og selur - Tim og Kate sögðu líka að hann hefði verið mjög indæll og allt gengið eftir. Jóhann bloggaði smá um klúðrið í gærkveldi og setur inn nokkrar myndir. Herbergið hér er með frábært útsýni en dýnurnar eru satt að segja hræðilegar - eða mér finnst þær allavega verri enn nokkuð annað sem ég hef sofið á í ferðinni, ég er viss um að gólfteppið hér er mýkra. Ég ætla að reyna að fá einhver teppi undir mig eða e-ð því ég nenni ekki að pakka öllu til þess eins að færa okkur um hótel eina nótt, ég reif nefnilega allt bara e-n veginn upp úr töskunum því upphaflega planið var að vera hér í 3 nætur en nú er sko hætt við það.Alveg rétt - ég er búin að skila ritgerðinni minni og kennarinn er búin að fara yfir hana en ég veit ekki enn niðurstöðurnar því ég vil bara sjá það á ritgerðinni en ekki fá það í gegnum tölvupóst. En sem sagt þá mun ég loks útskrifast með mína B.A. gráðu í íslensku þann 25.júní 2005!! Eg veit ekki alveg hvort ég held e-ð mikið upp á það eða hvernig en ef fólk gæti kannski haft í huga að það laugardagskvöld verð ég hugsanlega með e-ð teiti.Bless í bili - býst ekki við að við bloggum neitt fyrr en bara þegar við komum til Laos - þ.e. þann 8.júní. En við skoðum örugglega póstinn e-ð í millitíðinni og það er alltaf gaman að fá póst :) bBæjó
flugum við seinnipartinn til Nanjing og lentum þar um 21:30
Við flugum sem sagt frá X'ian til Nanjing með flugmiðanum sem Jimmy reddaði okkur og