mánudagur, júlí 26, 2004

Jæja, þá er helgin á enda og tími til að halda heim í ííííískaldan raunveruleikan, þó nokkuð mörgum minningunum ríkari :) :)  Við erum búnar að hafa það rooosalega gott hér enda á "heimaslóðum", er reyndar undarlegt að vera fara heim á morgun því okkur finnst frekar eins og að við eigum að fara mæta bara í skúringar hjá ISS hér í Köben.  Það hefur nú ekki mikið breyst síðan að við vorum hér síðast - barir og diskó eru greinilega lífsseigari hér en heima á Fróni, kannski af því helv.... baunarnir rukka alltaf inn!!!
Klukkan er nú samt orðin alltof margt fyrir svona blaður - ætlaði bara að benda á að ég er búin að henda inn nokkrum myndum á : http://js.smugmug.com/gallery/172642  en hef því miður ekki haft tíma til að skrifa inn hvað er að gerast hvar - enda kannski augljóst ;)  Hægt er að velja um: 1) versla,  2) borða á McDonalds  eða  3) djamma ;)
Best að haska sér í rúmið
SONJA OG ELSA FRÁ KÖBEN.

laugardagur, júlí 24, 2004

 Hæ hæ
Jább - nú verður stokkið skyndilega frá ferðinni í Austur-Evrópu yfir til kóngsins Kaupinhafn!  Við Elsa skelltum okkur þangað til að rifja upp eitt annað frá æskuárunum í úttlöndunum.  Við erum reyndar ekki búnar að gera neitt nema djamma, versla og éta McDonalds!!  Erum núna að reyna koma okkur einu sinni "snemma" út úr húsi en sjáum hvernig það fer.  Fimmtudagskvöldið átti að vera létt "upphitun" en við komum ekki heim fyrr en um kl05 um morguninn :/   Föstudagskvöldið átti svo að vera létt þar sem við vöknuðum ekki alveg nógu hressar á föstudagsmorgninum, eða föstudeginum!  En þá kom upphringing frá frænku hennar Elsu og engin miskunn gefinn, það skyldi djammað ærlega um kvöldið.  Við stóðum að sjálfsögðu undir nafni og héldum mannorðinu - fórum heim rúmlega 5 :) :) 
Í dag höfum við verið mjög duglegar að tæma budduna okkar en þó ekkert úr hófi fram - baaara svona hæfileg ;)  og stefnum á að koma ekki fyrr heim en kl 06 í fyrramálið.  Ætlum að reyna finna gamla góða strauma á Australian bar og Jazzhouse. 
Verð að drífa mig - Elsa litla bíður og bíður.
Ciao