
Hann virðist líka vera nokkuð stór kall. Ég ætla að telja upp þær stöður sem hann er í núna:
- Hann er þingmaður.
- Hann er stjórnarformaður stærsta sykurframleiðanda á Indlandi.
- Fyrrverandi forseti sambands sykurframleiðanda á Indlandi.
- Sat í stjórn alþjóðasamtaka sykurframleiðenda.
- Varaforseti sykurstofnunar í Indlandi.
- Fyrrverandi bankastjóri eins stærsta bankans í Bombei.
- Stjórnarmeðlimur í nokkrum fyrirtækjum.
- Ýmislegt annað sem ég man ekki.
Dóttir hans var skærasta stjarna Bollywood og lék í mörgum tuga mynda áður en hún lést aðeins 31 ára að aldri. Hún lék t.d. í mynd sem hlaut 17 alþjóðleg verðlaun og er víst mjög fræg hérna þó við höfum aldrei heyrt nafn hennar. Hin dóttir hans er í MBA námi í Harvard.
Ég var svona að spá í að spyrja Sonju hvort hún vildi ekki fá hjá honum eiginhandaráritun á brjóstin á sér en nafnið á honum er það langt að það hefði ekki komist fyrir núna ... það mun því bíða síðari og betri tíma.
Það var fyndið að sjá þá tvo, "Sugar dady" og aðdáanda hans, báða hvítklædda frá toppi til táar ræða um sykurframleiðsluna í heiminum og nota sitt eigið sykur út í te-ið sitt.
Við stálumst til að nota ekki sykur í te-ið okkar þegar þeir sáu ekki til.

Vegna svefnvandamála minna ákváðum við Sonja að dvelja eina nótt í Deli áður en förinni yrði haldið áfram til Manali og þaðan til Leh í Ladakh. Vandamálið var hins vegar að fá herbergi því þetta er víst einn versti/erfiðasti staðurinn til að mæta vegna áreitis sölumanna, langt í hótelin og þau flest uppbókuð. Sykurkóngurinn sagði við okkur að við ættum bara að koma með honum, hann yrði sóttur og hann færi með okkur á hótel sem hann vissi af og væri gott.

Þegar lestin kom á leiðarenda klifruðum við með honum út úr lestinni eins og burðarklárar með bakpoka á baki og stórar myndavélatöskur. Við gætum ekki verið meira áberandi á svona stað held ég því fólkið þarna er allt mjög dökkt, fáklætt og allskonar eldklerkar á ferð sem eru málaðir á alla vegu og fólk yfirleitt mjög skrautlegt. Samt er starað á okkur eins og við séum skrítin! :-)
Við biðum með sykurkónginum fyrir utan lestina og hann baðaði sölumönnum frá með mikilli yfirvegun og þeir létu okkur því vera. Stuttu síðar kom lítill slepjulegur maður, tók töskurnar hans og við fylgdum þeim eftir í gegnum stöðina að einkabíl með bílstjóra þar fyrir utan. Við hentum dótinu í skottið og síðan settumst við 5 í bílinn og héldum af stað.
Þegar við komum á hótelið olli það miklum vonbrigðum því við bjuggumst við miklu flottara hóteli fyrir þennan pening. Við fórum inn og virtist vera fullt hótelið en

Herbergið var nokkuð stórt en greinilegt að það hafði ekki verið gert neitt fyrir það í ansi mörg ár - stórir blettir á veggjum eftir rakaskemmdir, illa gengið frá flestu og klósettið ekki mjög kræsilegt. Við samþykktum að taka það því þetta er bara ein nótt en Sonja var nú ekkert mjög sátt við þetta í fyrstu en sætti sig við það, eða allt að því.
Við þökkuðum honum síðan fyrir góðmennskuna, kvöddumst með virtum og fórum upp í herbergi þar sem langþráður svefn beið mín.
Ég var reyndar að spá í að segja við þá sykurbræður að ég hafi heyrt því fleygt einhverntíman að sykur sé mesta plága 20. aldarinnar og ef hann hefði verið fundinn upp í dag þá yrði hann flokkaður með eyturlyfjum, þvílík er óhollusta hans.
Ég komst ekki til að segja þetta því ég var með munninn fullann af gómsætri súkkulaðiköku ...
1 ummæli:
mmmm....sukkuladi....Nice to read what you experience, even though it is hard...Maybe you could write one a week in English??? Fadma Maria!
Skrifa ummæli