Núna erum við komin í lestina á leið frá Mumbai. Lestin er reyndar ekki farin af stað ennþá en við höfum gríðarlegar væntingar um að hún muni að lokum gera það. Rétt í þessu komu tveir alvopnaðir lögreglumenn með hund sem þefaði af okkur bak og fyrir í leit að lyfjum ýmiskonar geri ég ráð fyrir. Eins gott að ég fór í sturtu rétt áðan því annars hefði táfýlan orðið hundinum erfið, jafnvel orðið honum að bráðum bana og þar með valdið okkur Sonju stórfelldum vandræðum.
Ég fór semsagt í sturtu í "Upper class" biðstofunni sem við höfðum aðgang að því við splæstum í fyrsta farrými sem reyndar kostar frekar mikið, jafnvel á íslenskan mælikvarða. Miðarnir fyrir okkur tvö kostuðu 6000Rs (ég læt lesendum eftir að æfa sig í reikning en mér skilst að maður þurfi að margfalda með c.a. 1.8 eða slíkt til að fá þetta á skiljanlegan gjaldmiðil). Klósettið inn af "Upper class" herberginu (við skulum bara kalla þetta stofan til lestrar- og skrifstyttingar í þessu bloggi) telst sennilegast nokkuð snyrtilegt svo við verðum að sjálfsögðu að lækka kröfur okkar í þessu ferðalagi. Klósettið var svona í útliti eins og ósnyrtilegt almenningsklósett heima en hlandlyktin var með ólíkindum. Til samanburðar fyrir knattspyrnubullur þá var lyktin svona svipuð og ef maður fer á virkilega ósnyrtilegann enskan eða skoskan knattspyrnupöbb og lætur nefið niður að hlandrennunni, aðrir almennir lesendur verða að beita ímyndunaraflinu.
Ég var búinn að ákveða að fara ekki í sturtuna en gafst upp þegar rúmlega klukkustund var í lestina því eftir gríðarlegan raka og hita var ég orðin frekar ókræsilegur og köld sturta hljómaði ansi hreint freistandi. Inni í klefa þar sem hægt var að sturta sig voru tveir kranar á veggnum í c.a. 60 cm hæð og lítil fata þar undir sem hægt var að brúka til þess að sturta yfir sig vatni. Þarna voru fjórir snagar þannig að nokkuð auðvelt var um sturtuvik þó að gólfið væri allt blautt af vatni og öðru sem sturtuferðir skilja eftir sig. Það var því nokkuð erfiði að fara úr fötunum án þess að bleyta nokkra spjör meira en minn eiginn sviti hafði gert fram af því en það tókst. Þar sem að sturtan var í sama herbergi og klósettin þá fyllti gríðarlega sterk hlandlyktin öll vit svo að ég hélst nú ekki lengi við að sturta úr fötunni yfir höfuð mér.
Að loknum líkamsþvotti þurfti ég að skella mér á settið eins og gengur og hélt í mér andanum á meðan. Ég síðan gleymdi mér aðeins þegar ég var að renna upp og beygja mig niður til að laga skóinn og gerði þau reginmistök að taka draga djúpt inn andann, það var eins og ég hefði andað að mér salmíaki eða einhverju slíku og fékk vægt högg á hnakkann við sjokkið.
Ég dundaði mér aðeins við það á meðan við biðum eftir lestinni að taka myndir af fólki niðri í biðsalnum og gekk það ágætlega. Sumir vilja endilega láta mynda sig og eru þeir oftar en ekki af yngri kynslóðinni. Eins er vinsælt hjá einstaka piltum að biðja mig að taka myndir af félögum sínum - það finnst þeim afskaplega fyndið. Seinnipartinn í síðustu myndaferðinni minni um biðsal pupulsins var orðið mikið um fólk liggjandi á gólfinu hér og þar eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég smellti 1-2 myndum af því og tók síðan eftir löggum að skamma strák sem var ekki eldri en 10 ára og hann var greinilega af lægstu stéttinni, a.m.k. í frekar lélegum fötum. Mér til mikillar furðu byrjuðu verðirnir síðan að berja í hann þéttingsfast með bambusprikum, nokkuð breiðum og löngum. Engin í kring virtist veita þessu neina sérstaka eftirtekt og ég gekk bara í burtu furðu lostinn en alveg klárt að það er ekkert sem ég gat í þessu gert ... hlutirnir eru bara svona hérna og það er eitthvað sem maður þarf að samþykkja að einhverju leiti og venjast. Ætli við verðum ekki bara búin að kaupa okkur prik og farinn að lemja á fólki í lok ferðar, því við eigum mjög gott með að blandast innfæddum :-)
Ég leit síðan við og sá þá að verðirnir voru að beita fullorðinn mann svipuðum barsmíðum en þá lét ég mig bara hverfa úr þessum helmingi salarins en þeir héldu þessu áfram í góða stund.
Þessir sömu verðir komu síðan til mín síðar og spurðu mig hvaðan ég væri og að það væri stranglega bannað að taka myndir inni í byggingunni þannig að ég náði ekki að taka myndir af þessum aðförum þeirra með aðdráttarlinsunni eins og ég var að gæla við að gera - kannski eins gott að þeir hafi komið fyrir mér vitinu.
En núna er lestin lögð af stað svo ég ætla að horfa út um gluggann og sjá úthverfi Mumbai líða hjá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
[url=http://www.cheapcanadagooseparkas.ca]canada goose bomber[/url] While providing high-quality products and services is one factor behind every business's high productivity and success rate, it's also important to utilize modern technologies to better serve clients and cope with rapidly changing business systems. [url=http://www.busesbitermi.com]dr dre beats heartbeats cheap[/url] Ikmkza
[url=http://www.christianlouboutindiscountsale.co.uk]christian louboutin shoe sale[/url] [url=http://www.ogrelarp.com]Canada Goose Jacken outlet[/url] Oljrwn [url=http://www.pandorajewelryukonsale.co.uk]cheap pandora[/url]
Skrifa ummæli