laugardagur, september 08, 2007

3 síðustu dagar í Róm

3 síðustu dagar í Róm

Daginn eftir brúðkaupið (sunnudag) dró Jóhann mig upp á rassgatinu og við fórum niður í bæ í Trastevere hverfið sem er ekki eins troðið af túristum og miðbærinn. Það er eiginlega skemmtilegasta hverfið að mörgu leyti því það er göturnar mjög þröngar og búðirnar svona litlar. Þar fundum við t.d nokkuð góða bókabúð sem var með ansi veglegt úrval ef enskum bókmenntum og hentaði mér fullkomlega því mig vantaði lesefni fyrir ferðina. Ég keypti mér Flugdrekahlauparann í Leifsstöð en var ekki lengi að tæta hana í mig þrátt fyrir að hún sé afar sorgleg.

Allavega þá eyddum við deginum í Trastevere, fórum heim aðeins, borðuðum og fengum okkur svo 2 bjóra með systrunum Eddu og Ellen - úr brúðkaupinu.

Mánudeginum ákváðum við að eyða á litlu kaffihúsi í Trastever því þeir voru með þráðlaust net og átti ég þó nokkur mál ókláruð, t.d. að finna hótel í Mumbai. Okkur tóksta að klára mest af því sem þurfti en þurftum að rjúka heim að pakka því pabbi hennar Jóhönnu (og bróðir og mágkona) var svo almennilegur að bjðast til að taka heim fyrir okkur sparifötin, en hann endaði á því að taka heim 5 kg flugfreyju-/handfarangurstösku! Við ákváðum nefnilega að létta okkur "aðeins" eftir að út var komið þvi pokarnir voru bara alltof þungir og of fullir enda vorum við kannski með of mikið af bókum en ég fékkst ekki til að minnka magnið af hreinlætisvörum og ýmsum lyfjum.

Við höfðum svo mælt okkur kvöldmatarmót við Jónas og vorum við bara öll mætt tímanlega á umræddan stað. Að máltíð lokinni og tókum við smá túristarúnt að fræga gosbrunninum (Font Trevi...) sem ætti að heita Font de Turistico. Ég hafði ekki séð jafn mikið af túristum samankonma á götum Rómar áður og allir að horfa á vatn sprautast hring eftir hring! Við tókum enga áhættu og hentum því pening í brunninn, þ.e. með hægri hendina aftur yfir vinstri öxlina svo öruggt væri að við kæmum þangað e-n tímann aftur. Ég ætlaði nú varla að þora að kasta á eftir Jóhanni - hvernig skyldi túlka það ef ég hitti ekki í brunninn?? Ég er nefnilega svo óhittin að það var alveg möguleiki, allavega ef ég hefði hent frá sama stað og Jóhann! Ég fór því svo gott sem ofan í brunninn til peningurinn mundi hitta.
Við skunduðum því að Spænsku tröppunum sem voru ansi þétt setnar en það virtust vera þó nokkrir innfæddir að skemmta sér saman svo við ákváðum að taka púlsinn á tröppustemmningunni svona rétt áður en við færum heim.

Síðasta deginum eyddum við svo aftur á netinu og ákváðum þá að breyta ferðaplönum okkar aðeins, en betur að því á eftir. Enn drógum við Jónas með okkur út enda nauðsynlegt að kenna honum aðeins á borgina og hvernig á að ferðast :) Við höfðum nefnilega rambað á fínan veitingastað sem var alveg svona 2-4 evrum ódýrari en flestir aðrir í Róm. Satt að segja er ekkert svo ódýrt að borða úti í Róm, við eyddum að jafnaði svona 40-60 evrum í kvöldmatinn og svo upp undir 30 í hádeginu. Bjórinn er gjarnan jafn dýr og heima eða allavega svona við helstu torgin.

Í heildina vorum við ansi ánægð með Róm og er hún kannski minni en mann grunar - eða allavega er "túrista-Róm" ekkert svo stór því maður getur auðveldlega gengið á milli helstu staða á einum degi án þess að sprengja sig. Auðvitað stoppar maður þá ekkert mjög mikið á hverjum stað en ef tíminn er skammur þá má sjá allt á tiltölulega skömmum tíma.

En aftur að ferðaplönunum. Í stað þess að stoppa í Mumbai ætlum við að halda strax af stað norður eftir því það fer að kólna mjög hratt núna í Ladakh og við erum ekki það vel búin hlýjum fötum - cirka eitt dress á mann. Ferðin verður því ansi löng sem framundan er:

1. Flug snemma morguns til London (3 klst)
2. 6 klst bið og síðan áfram til Mumbai (8,5 klst)
3. 8 klst bið og svo áfram með lest til Delhi (18 klst)
4. Óviss bið en svo næturrúta frá Delhi til Manali.

Í Manali ætlum við svo að stoppa og ná andanum - í bókstaflegri merkingu. Þá verðum við komin í rúmlega 2000 metra hæð og ágætt að athuga hvernig líkaminn bregst við því eftir svo langt ferðalag. Við endum svo í Leh í um 3500 m hæð og þá er nokkuð víst að e-r hæðaveiki muni gera vart við sig hjá öðru hvoru okkar en við vounum að það verði ekki meira en hausverkur.


Hluti af morgunmatnum í Casa de Ami í Róm. Fínt gistiheymili á afbragðs morgunmatur.


Vínber skoluð við Piazza di Fiori.


Veggjakrot.


Sonja kastar pening í gosbrunninn við Font de Trevi - ef fólk hittir mun það koma aftur til Rómar.


Við Jónas fyrir framan gosbrunninn.


Eins og sést á þessari mynd er gríðarlegur fjöldi ferðamanna þarna við gosbrunninn - þetta er kl. 22:30 á virkum degi.


Það er gott að chilla og fá sér bjór í spænsku tröppunum.


Þessi götubrínari hjólar á milli veitingastaðana og brýnir fyrir þá hnífana og notar reiðhjólið til að knýja brýnið.

Engin ummæli: