SUZHOUNú veit ég ekkert almenninlega hvar skal byrja að segja frá svo ég ætla bara að reyna fara yfir ferðlagið í heild sinni,
bloggin hingað til hafa nú ekki verið greinagóð ;)Eins og Jóhann sagði þá komum við hingað til Suzhou í gærkvöldi með rútu frá Nanjing því öll lestarsæti voru uppseld - það er
allt þetta vesen sem var svo gott að losna við þegar við ferðuðumst með hópnum! En allavega þá hófst hið hefðbundna rifrildi
og hark við leigubílstjóra um leið og við stigum út úr rútunni en það var sem betur fer bara einn bílstjóri og við hristum
hann nú fljótlega af okkur - erum bara orðin nokkuð góð í þessu. Í rútunni var annar bakpokaferðalangur, ung kínversk stelpa
sem var að ferðast um bara ein og hún var með sömu ferðabók og við (frá National geographer) og virtust leigubílstjórarnir
alveg láta hana í friði! Þegar við komum svo út úr stöðinni þá fengum við bílstjóragusuna yfir okkur en við erum hætt að
taka bíla beint fyrir utan svona staði - sérstaklega eftir að við létum snuða okkur smá í X'ian um daginn ( um svona 8 Y) -
svo við gengum bara nokkur hundruð metra og veifuðum leigubíl þar. En smá stökk aftur í tímann:Lestarferðin var mjög skemmtileg og leiddist okkur aldrei, allir neyddust til að slappa af því það var lítið annað að gera en
að spila, lesa, horfa út um gluggann, borða, kjafta og sofa - af e-m ástæðum vorum við alla ferðina mjög UPPTEKIN að gera e-ð
af þessu ;) Það var líka svo gott að þurfa ekkert að hugsa um hvar og hvenær við myndum stoppa, hvað lengi, hvar fara út
o.s.fv. Reyndar var hún Sara (frá UK) með þetta allt á hreinu svo við þurftum nú ekki beint leiðsögumann fyrir lestarferðina
sjálfa ;) En það var nú smá klúður með leiðsögumanninn okkar - hann var fastur í Kína að redda rússneskri vegabréfsáritun
þegar ferðin okkar var að byrja i Moskvu og því var hún Olga (rússnesk um 50-60) fengin til að hlaupa í skarðið og töpuðum
við sko ekki á því. Hún var alveg frábær og gaman að heyra hana segja frá Rússlandi og lífinu fyrr og nú, auk þess sem henni
tókst e-n veginn ad redda okkur morgunmat og heitum hádegismat í lestinni! Hún var alveg rosaleg, hringdi bara i forstjóra
eða e-n merkilegan mann sem stendur er yfir þessari Síberulestarleið hjá rússneska lestarfélaginu og fékk þetta matarmál á
hreint tvi vagnstjórinn okkar var alls ekki með það á hreinu hvernig þetta væri. Við skiljum samt alls ekki hvernig stendur
á þessu því allir aðrir fullyrða að það fylgi enginn matur miðanum, það skilur eiginlega enginn hvernig Olgu tókst að fá
þenna mat, hún var samt ekkert að biðja um hann held ég heldur æxlaðist þetta bara svona. Auk þess var okkur boðið að komast
í heita sturtu fyrir 50 R en það er víst heldur ekki venjan - hún Olga sko! En nóg um það. Þegar við stoppuðum í Irkutsk þá
fórum við beint með rútu að Listvyanka við Lake Baikal og gistum þar hjá "gamalli konu" (sjá mynd og hún reyndist vera um
60!!) í tvær nætur. Þetta voru einnig mjög aflsappandi dagar sem liðu um í gönguferðum og banya (Sauna), það var ekkert smá
gott að komast í almennilega hreinsun eftir 4 daga lestarferð án þvotta! Þetta var ósköp tíðindalítið þorp, líklegast
týpiskt lítið síberískt þorp og fólkið nokkuð vinalegt. Við komum á sunnudegi og þá var lítill markaður (Sjá mynd af konu í
reyk) við höfnina og ég keypti mér armband úr silfri og e-m fjólubláum steini sem er frá svæðinu en ég man ekkert hvað hann
heitir. Mörg húsin í þorpinu voru að hruni komin en það var nú samt slatti um nýbyggingar og því greinilega e-ð að gerast
þarna. Hún Olga var svo stórhrifin af þessu öllu saman og að geta gist svona heima hjá fólki og allt þetta ferska loft - hún
var afsakplega hrifin af fersku lofti, greinilega ekki nóg af því í Moskvu! Þarna í þorpinu hittum við svo Paul og hans 5
manna hóp sem við sameinuðumst og Olga sneri aftur til Moskvu. Þriðja deginum eyddum svo í Irkutsk og fór hann að mestu í
það að redda VISA fyrir Mongolíu - en of löng saga að segja fá því hér. Það var reyndar allt í lagi því bærinn virtist
ekkert sérstaklega spennandi.Mongólía var frábær einnig, við komum til Ulaan Baatar snemma morguns og fórum beint í tjaldbúðirnar sem voru í 1,5 klst
fjarlægð. Þar var einnig yndilslegt að vera og að hluta til vegna þess að við vorum svo til eina fólkið í búðunum og áttum
því allt svæðið fyrir okkur - þessar búðir geta tekið um 50 túrista og þá er örugglega ekki þverfótað þarna á sléttunum fyrir
vafrandi fólki! Fyrri daginn fórum við Jóhann í um 4 klst göngutúr og hittum mongólska fjölskyldu (sjá mynd) en það gekk
illa að tala fingramál svo við horfðum bara öll saman á sumoglímu í sjónvarpinu inn í tjaldinu þeirra (þau áttu smá
sólarorkurafhlöðu) og átum nokkurskonar kleinur. Seinni daginn í búðunum fór svo næstum allur hópurinn á hestbak fyrir
hádegi og svo fór ég aftur eftir hádegi ásamt þýsku stelpunum tveimur, túlk (Ogi) og hestasveini (Odlana) og þá vorum við í
um 3 klst - við stoppuðum reyndar heima hjá hestasveininum. Við hittum pabba hans á leiðinni heim til hans þar sem hann var
að gæta fjár og geita og svo var bróðir hans nýkomin heim úr skólanum. Börnin fara burt í skólann á mánudmorgnum og koma
aftur á föstudags eftirmiðdegi en um háveturinn koma þau ekkert heim því það er svo erfitt um færð. Það var mjög gaman að
sitja inni tjaldinu, drekka mongólskt te/áfenga mjólk, borða undarlega smjörköku og spjalla við hestasveininn í gegnum
túlkinn. Túlkurinn (Ogi) var reyndar sú sem sá um okkur alveg í Mongólíu eða þ.e. þegar við stoppuðum í UB og var hún mjög
indæl. Við fengum að borða 3x á dag og alltaf ótrúlega góður matur, það verður að segjast að eftir heimagistinguna við Laike
Baikal og svo eftir að hafa verið í tjaldbúðunum vorum við orðin ansi góðu vön í mat og höfum örugglega öll bætt á okkur!
Landslagið þarna sem við sáum í Mongóliu minnti gjarnan mjög á Ísland nema bara mun stærra svæði - þetta var frekar hæðótt,
engin tré eiginlega og búfénaðurinn gekk um án girðinga. Tjöldin voru ótrúlega hlý og fyrsta nóttin minnti nú bara á
rússneskt banya sko því það var svo heitt! Þau eru kynnt bara með svona lítilli kamínu og konan hafði sett heldur mikið af
kolum þarna fyrsta kvöldið en undir morgunn var hitastigið orðið fínt - það verður nú að segjast að það er mjög erfitt að
hafa jafnt hitastig nema að bæta á eldinn sífellt og smám saman.Það er svo margt sem hægt er að segja og lýsa en ég verð að reyna takmarka mig og koma sem mestu fyrir. Þriðja deginum í
Mongólíu var eytt í Ulaan Batar og er það sorgleasta höfuðborg sem ég hef komið í enda er ástandið í landinu ekki gott og
efnahagurinn ekki sérstaklega góður. Hótelið okkar var freeekar sorglegt og er ég fegin að við eyddum bara einni stuttri
nótt þar ;) Við tókum ekki mikið af myndum í borginni því okkur leið ekkert rosalega vel, það var svo mikil eymd og svo
vildum við heldur ekki vera sýna vélina mikið. Við fórum á markað sem kallast "svarta markaður" (en það virtist ekkert vera
neitt svart við hann!) og vörum mjög vör um okkur þar vegna ákafa viðvarana Paul um þjófa. Við Jóhann ákváðum því að gera
tilraun og stungum smá seðli í vasann og höfðum hann opinn - ætluðum að taka tímann á því hvað það tæki vasaþjófana langan
tíma að nappa honum en okkur til mikilla vonbrigða var seðillinn enn í vasanum þegar við fórum heim :( Þetta var samt
stórmerkilegur markaður, þarna var hægt að kaupa ALLT milli himins og jarðar, hvort sem þú vildir það notað eða nýtt! Eða
kannski ekki allt - ég man t.d. ekki eftir að hafa séð Ipod en allavega allt sem þarf til að komast af dags daglega. Það sem
var sorglegast við Mongólíu var reyndar allt ruslið - það fauk og flaut út um allt! Um kvöldið fórum við svo á svona acrobat
sýningu og þetta getur nú varla verið mögulegt að gera þessar æfingar nema taka úr svona 1 - 2 rifbein (sjá mynd)!!Bla bla ba - Komum til Beijing seinnipartinn og þar skall mannhafið á okkur sem og leigubílstjórarnir en öll komumst við nú á
hótelið og fórum svo í Pekingönd í kvöldmat. Það var nú nokkuð erfitt að finna þennan veitingastað enda var hann inn í miðju
svoköllluðu HUTONG sem eru svona lítil gömul hverfi í Peking með litlum þröngum gótum og lágum húsum. Það er nú búið að eyða
megninu af þessum hverfum en það eru nokkur eftir og þar á meðal þetta og það er bara við hliðina á Torgi hins himneska
friðar - mjög undarlegt að ganga af torginu sem er riiiiiiiisastórt og umkringt riiiiiiisabyggingum og svo bara púpps inn í
svona hutong, eins og maður hefður stokkið inn í annan heim í einu skrefi! Daginn eftir þá lauk ferðinni formlega (sjá
morgunmatamynd) og okkar eigin ferð hófst! Við fengum Paul til aðstoða okkur með framhaldið hér í Kína og gefa okkur ráð og
ferðatillögur, hann hefur nefnilega "guidað" mjög mikið í Kína og þekkir allt vel. Okkur leið rosalega vel í Beijing og
reyndar hefur okkur liðið mjög vel bara almennt í Kína - fólkið er afskaplega vinalegt og brosir mikið (nema kannski
leigubílstjórarnir sem hanga fyrir utan lestar- og rútustöðvar!) Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að koma sér á milli
staða og almennt að ferðast, enda fengum við smá hjálp frá honum Jimmy sem er kínverskur strákur og bla bla bla - nenni ekki
að útskýra hvernig ég þekki hann. Hann pantaði fyrir okkur hótelin í X'ian, Nanjing, Suzhou og Hangshou, sem og lestina til
X'ian og flugið þaðan til Nanjing. En það var nú bara gert til að spara tíma og nýta hann í annað en að hanga á internetinu
eða símanum og panta! SVo fáum við aðstoð frá vini hans Paul til að koma okkur frá Hangshou til Guilin, Yangshou, Pingan og
svo Hong Kong - eða voanandi vill hann hjálpa okkur ;) Það er svo margt merkilegt við Kína að ég gæti skrifað í allan dag og
margt merkilegt við öll þessi lönd eeeen ég verð bara að hemja mig! Það sem er kannski verst við Kína er hversu mikið er
hrækt hér og þá er ég ekki að tala um neinar smáspýtingar, þeir ná sko í hrákann lengst niður í koki með tilheyrandi látum!
Við höfum líka verið ansi duglega að borða bara á ýmsum búllum hér og þar á götuhornum, það hefur gengið mjög vel og fengið
frábæran mat! Þar sem að við vorum orðabókalaus þangað til í X'ian þá þurftum við mikið að benda á mat á næstu borðum og
Jóhann hefur m.a.s. farið inn í eldhús. Við fórum reyndar í gær á stað sem er keðja hérna og maður getur bent á matinn í
bakka - það var versti matur sem við höfum smakkað og ætlum við því að halda okkur við búllurnar! Ég verð nú að fara hætta
þessu - klukkan er orðin 09:30 og best að fara vekja Jóahnn (hann var svo lengi í nótt að henda inn myndum), koma sér út og nýta daginn. Það nennir heldur enginn að lesa
þessa langloku mína!
P.s. Afsakið ef ég hef endurtekið mig - það er alveg óóóóþolandi helv... að geta ekki lesið blogg hérna í Kína!!