mánudagur, maí 30, 2005

SUZHOUNú veit ég ekkert almenninlega hvar skal byrja að segja frá svo ég ætla bara að reyna fara yfir ferðlagið í heild sinni,
bloggin hingað til hafa nú ekki verið greinagóð ;)Eins og Jóhann sagði þá komum við hingað til Suzhou í gærkvöldi með rútu frá Nanjing því öll lestarsæti voru uppseld - það er
allt þetta vesen sem var svo gott að losna við þegar við ferðuðumst með hópnum! En allavega þá hófst hið hefðbundna rifrildi
og hark við leigubílstjóra um leið og við stigum út úr rútunni en það var sem betur fer bara einn bílstjóri og við hristum
hann nú fljótlega af okkur - erum bara orðin nokkuð góð í þessu. Í rútunni var annar bakpokaferðalangur, ung kínversk stelpa
sem var að ferðast um bara ein og hún var með sömu ferðabók og við (frá National geographer) og virtust leigubílstjórarnir
alveg láta hana í friði! Þegar við komum svo út úr stöðinni þá fengum við bílstjóragusuna yfir okkur en við erum hætt að
taka bíla beint fyrir utan svona staði - sérstaklega eftir að við létum snuða okkur smá í X'ian um daginn ( um svona 8 Y) -
svo við gengum bara nokkur hundruð metra og veifuðum leigubíl þar. En smá stökk aftur í tímann:Lestarferðin var mjög skemmtileg og leiddist okkur aldrei, allir neyddust til að slappa af því það var lítið annað að gera en
að spila, lesa, horfa út um gluggann, borða, kjafta og sofa - af e-m ástæðum vorum við alla ferðina mjög UPPTEKIN að gera e-ð
af þessu ;) Það var líka svo gott að þurfa ekkert að hugsa um hvar og hvenær við myndum stoppa, hvað lengi, hvar fara út
o.s.fv. Reyndar var hún Sara (frá UK) með þetta allt á hreinu svo við þurftum nú ekki beint leiðsögumann fyrir lestarferðina
sjálfa ;) En það var nú smá klúður með leiðsögumanninn okkar - hann var fastur í Kína að redda rússneskri vegabréfsáritun
þegar ferðin okkar var að byrja i Moskvu og því var hún Olga (rússnesk um 50-60) fengin til að hlaupa í skarðið og töpuðum
við sko ekki á því. Hún var alveg frábær og gaman að heyra hana segja frá Rússlandi og lífinu fyrr og nú, auk þess sem henni
tókst e-n veginn ad redda okkur morgunmat og heitum hádegismat í lestinni! Hún var alveg rosaleg, hringdi bara i forstjóra
eða e-n merkilegan mann sem stendur er yfir þessari Síberulestarleið hjá rússneska lestarfélaginu og fékk þetta matarmál á
hreint tvi vagnstjórinn okkar var alls ekki með það á hreinu hvernig þetta væri. Við skiljum samt alls ekki hvernig stendur
á þessu því allir aðrir fullyrða að það fylgi enginn matur miðanum, það skilur eiginlega enginn hvernig Olgu tókst að fá
þenna mat, hún var samt ekkert að biðja um hann held ég heldur æxlaðist þetta bara svona. Auk þess var okkur boðið að komast
í heita sturtu fyrir 50 R en það er víst heldur ekki venjan - hún Olga sko! En nóg um það. Þegar við stoppuðum í Irkutsk þá
fórum við beint með rútu að Listvyanka við Lake Baikal og gistum þar hjá "gamalli konu" (sjá mynd og hún reyndist vera um
60!!) í tvær nætur. Þetta voru einnig mjög aflsappandi dagar sem liðu um í gönguferðum og banya (Sauna), það var ekkert smá
gott að komast í almennilega hreinsun eftir 4 daga lestarferð án þvotta! Þetta var ósköp tíðindalítið þorp, líklegast
týpiskt lítið síberískt þorp og fólkið nokkuð vinalegt. Við komum á sunnudegi og þá var lítill markaður (Sjá mynd af konu í
reyk) við höfnina og ég keypti mér armband úr silfri og e-m fjólubláum steini sem er frá svæðinu en ég man ekkert hvað hann
heitir. Mörg húsin í þorpinu voru að hruni komin en það var nú samt slatti um nýbyggingar og því greinilega e-ð að gerast
þarna. Hún Olga var svo stórhrifin af þessu öllu saman og að geta gist svona heima hjá fólki og allt þetta ferska loft - hún
var afsakplega hrifin af fersku lofti, greinilega ekki nóg af því í Moskvu! Þarna í þorpinu hittum við svo Paul og hans 5
manna hóp sem við sameinuðumst og Olga sneri aftur til Moskvu. Þriðja deginum eyddum svo í Irkutsk og fór hann að mestu í
það að redda VISA fyrir Mongolíu - en of löng saga að segja fá því hér. Það var reyndar allt í lagi því bærinn virtist
ekkert sérstaklega spennandi.Mongólía var frábær einnig, við komum til Ulaan Baatar snemma morguns og fórum beint í tjaldbúðirnar sem voru í 1,5 klst
fjarlægð. Þar var einnig yndilslegt að vera og að hluta til vegna þess að við vorum svo til eina fólkið í búðunum og áttum
því allt svæðið fyrir okkur - þessar búðir geta tekið um 50 túrista og þá er örugglega ekki þverfótað þarna á sléttunum fyrir
vafrandi fólki! Fyrri daginn fórum við Jóhann í um 4 klst göngutúr og hittum mongólska fjölskyldu (sjá mynd) en það gekk
illa að tala fingramál svo við horfðum bara öll saman á sumoglímu í sjónvarpinu inn í tjaldinu þeirra (þau áttu smá
sólarorkurafhlöðu) og átum nokkurskonar kleinur. Seinni daginn í búðunum fór svo næstum allur hópurinn á hestbak fyrir
hádegi og svo fór ég aftur eftir hádegi ásamt þýsku stelpunum tveimur, túlk (Ogi) og hestasveini (Odlana) og þá vorum við í
um 3 klst - við stoppuðum reyndar heima hjá hestasveininum. Við hittum pabba hans á leiðinni heim til hans þar sem hann var
að gæta fjár og geita og svo var bróðir hans nýkomin heim úr skólanum. Börnin fara burt í skólann á mánudmorgnum og koma
aftur á föstudags eftirmiðdegi en um háveturinn koma þau ekkert heim því það er svo erfitt um færð. Það var mjög gaman að
sitja inni tjaldinu, drekka mongólskt te/áfenga mjólk, borða undarlega smjörköku og spjalla við hestasveininn í gegnum
túlkinn. Túlkurinn (Ogi) var reyndar sú sem sá um okkur alveg í Mongólíu eða þ.e. þegar við stoppuðum í UB og var hún mjög
indæl. Við fengum að borða 3x á dag og alltaf ótrúlega góður matur, það verður að segjast að eftir heimagistinguna við Laike
Baikal og svo eftir að hafa verið í tjaldbúðunum vorum við orðin ansi góðu vön í mat og höfum örugglega öll bætt á okkur!
Landslagið þarna sem við sáum í Mongóliu minnti gjarnan mjög á Ísland nema bara mun stærra svæði - þetta var frekar hæðótt,
engin tré eiginlega og búfénaðurinn gekk um án girðinga. Tjöldin voru ótrúlega hlý og fyrsta nóttin minnti nú bara á
rússneskt banya sko því það var svo heitt! Þau eru kynnt bara með svona lítilli kamínu og konan hafði sett heldur mikið af
kolum þarna fyrsta kvöldið en undir morgunn var hitastigið orðið fínt - það verður nú að segjast að það er mjög erfitt að
hafa jafnt hitastig nema að bæta á eldinn sífellt og smám saman.Það er svo margt sem hægt er að segja og lýsa en ég verð að reyna takmarka mig og koma sem mestu fyrir. Þriðja deginum í
Mongólíu var eytt í Ulaan Batar og er það sorgleasta höfuðborg sem ég hef komið í enda er ástandið í landinu ekki gott og
efnahagurinn ekki sérstaklega góður. Hótelið okkar var freeekar sorglegt og er ég fegin að við eyddum bara einni stuttri
nótt þar ;) Við tókum ekki mikið af myndum í borginni því okkur leið ekkert rosalega vel, það var svo mikil eymd og svo
vildum við heldur ekki vera sýna vélina mikið. Við fórum á markað sem kallast "svarta markaður" (en það virtist ekkert vera
neitt svart við hann!) og vörum mjög vör um okkur þar vegna ákafa viðvarana Paul um þjófa. Við Jóhann ákváðum því að gera
tilraun og stungum smá seðli í vasann og höfðum hann opinn - ætluðum að taka tímann á því hvað það tæki vasaþjófana langan
tíma að nappa honum en okkur til mikilla vonbrigða var seðillinn enn í vasanum þegar við fórum heim :( Þetta var samt
stórmerkilegur markaður, þarna var hægt að kaupa ALLT milli himins og jarðar, hvort sem þú vildir það notað eða nýtt! Eða
kannski ekki allt - ég man t.d. ekki eftir að hafa séð Ipod en allavega allt sem þarf til að komast af dags daglega. Það sem
var sorglegast við Mongólíu var reyndar allt ruslið - það fauk og flaut út um allt! Um kvöldið fórum við svo á svona acrobat
sýningu og þetta getur nú varla verið mögulegt að gera þessar æfingar nema taka úr svona 1 - 2 rifbein (sjá mynd)!!Bla bla ba - Komum til Beijing seinnipartinn og þar skall mannhafið á okkur sem og leigubílstjórarnir en öll komumst við nú á
hótelið og fórum svo í Pekingönd í kvöldmat. Það var nú nokkuð erfitt að finna þennan veitingastað enda var hann inn í miðju
svoköllluðu HUTONG sem eru svona lítil gömul hverfi í Peking með litlum þröngum gótum og lágum húsum. Það er nú búið að eyða
megninu af þessum hverfum en það eru nokkur eftir og þar á meðal þetta og það er bara við hliðina á Torgi hins himneska
friðar - mjög undarlegt að ganga af torginu sem er riiiiiiiisastórt og umkringt riiiiiiisabyggingum og svo bara púpps inn í
svona hutong, eins og maður hefður stokkið inn í annan heim í einu skrefi! Daginn eftir þá lauk ferðinni formlega (sjá
morgunmatamynd) og okkar eigin ferð hófst! Við fengum Paul til aðstoða okkur með framhaldið hér í Kína og gefa okkur ráð og
ferðatillögur, hann hefur nefnilega "guidað" mjög mikið í Kína og þekkir allt vel. Okkur leið rosalega vel í Beijing og
reyndar hefur okkur liðið mjög vel bara almennt í Kína - fólkið er afskaplega vinalegt og brosir mikið (nema kannski
leigubílstjórarnir sem hanga fyrir utan lestar- og rútustöðvar!) Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að koma sér á milli
staða og almennt að ferðast, enda fengum við smá hjálp frá honum Jimmy sem er kínverskur strákur og bla bla bla - nenni ekki
að útskýra hvernig ég þekki hann. Hann pantaði fyrir okkur hótelin í X'ian, Nanjing, Suzhou og Hangshou, sem og lestina til
X'ian og flugið þaðan til Nanjing. En það var nú bara gert til að spara tíma og nýta hann í annað en að hanga á internetinu
eða símanum og panta! SVo fáum við aðstoð frá vini hans Paul til að koma okkur frá Hangshou til Guilin, Yangshou, Pingan og
svo Hong Kong - eða voanandi vill hann hjálpa okkur ;) Það er svo margt merkilegt við Kína að ég gæti skrifað í allan dag og
margt merkilegt við öll þessi lönd eeeen ég verð bara að hemja mig! Það sem er kannski verst við Kína er hversu mikið er
hrækt hér og þá er ég ekki að tala um neinar smáspýtingar, þeir ná sko í hrákann lengst niður í koki með tilheyrandi látum!
Við höfum líka verið ansi duglega að borða bara á ýmsum búllum hér og þar á götuhornum, það hefur gengið mjög vel og fengið
frábæran mat! Þar sem að við vorum orðabókalaus þangað til í X'ian þá þurftum við mikið að benda á mat á næstu borðum og
Jóhann hefur m.a.s. farið inn í eldhús. Við fórum reyndar í gær á stað sem er keðja hérna og maður getur bent á matinn í
bakka - það var versti matur sem við höfum smakkað og ætlum við því að halda okkur við búllurnar! Ég verð nú að fara hætta
þessu - klukkan er orðin 09:30 og best að fara vekja Jóahnn (hann var svo lengi í nótt að henda inn myndum), koma sér út og nýta daginn. Það nennir heldur enginn að lesa
þessa langloku mína!

P.s. Afsakið ef ég hef endurtekið mig - það er alveg óóóóþolandi helv... að geta ekki lesið blogg hérna í Kína!!

föstudagur, maí 27, 2005

Ekki neitt serstaklega mikid gerst sidan i gaer fyrir utan tad sem Johann er ad blogga akkurat nuna. Nema ta kannski helst ad hugsanlega hafdi hradbanki af okkur um 900 Y i dag - helv...... - og svo er eg enn med hardsperrur eftir Kinamursgonguna en taer eru samt tess virdi ;)
Internetid her a hotelinu er ansi haegt og tolvurnar eeeeeeldgamlar med wind 98!!! Tad hefur ekki verid audvelt ad komast i tolvur sem vid getum sett inn disk til tess ad syna ykkur myndir svo tad verdur e-r bid a teim um sinn.
Hins vegar er loksins msn i tolvu sem eg kemst i en ta eru allir i burtu eda ekki tengdir - HAAAAAALLLLLOOOOO
Aetla ad reyna finna kraekju a heimasidu med tessum hermonnum tarna, terracotta. En tad virdist ekkert ganga svo tid verdid bara ad leita sjalf - tetta internet her a hotelinu er alveg......

fimmtudagur, maí 26, 2005

Ja, svo minni eg a bloggid hans Johanns sem er "gudbjargarson.blogspot.com" og hann er einmitt ad reyna henda inn nokkrum myndum. Vaeri kannski betra ad hafa bara eitt blogg alveg saman eeeeen svona er tetta allavega :)

P.s. Tad er buid ad loka fyrir allar bloggsidur her i Kina svo vid getum ekki skodad nein blogg ne taer aths sem skrifadar hafa verid vid okkar - eda allavega ekki fyrr en vid komum til Thai svo ef skilabod turfa ad komast til skila ta verdur ad senda tolvupost i bili! En samt endilega skrifa aths tvi tad verdur svo gaman ad lesa taer allar tegar vid loksisn faum ad opna blogg aftur. Eg veit ekki alveg hvers vegna tetta er svona en eg held ad rikisstjornin her hafi ekki filad tetta ritfrelsi sem folk hafdi :)
Bless aftur!
BEIJING
Ta erum vid komin til Beijing og a leidinni burtu aftur, tokum lestina til Xian eftir um 2 klst svo tad er litid annad ad gera en ad bida - tad tekur soddan oratima ad "skreppa" nidur i bae og tilbaka. Vid erum bara mjooog hrifin af Beijing, folkid er yndislegt og sibrosandi, borgin er full af storhysum en svo ma finna litil eldgomul hverfi inn a milli (hutong) . Vid hofum tvi midur ekki haft nogan tima her tvi mikid af deginum i dag for i ad redda ferdalaginu afram og er planid ad vera i Xian i eina nott, fljuga tadan til Nanjing (nalegt Sjanghae) og vera i eina nott, taka lest tadan til Suzhou og vera i eina nott eda taka naeturbat yfir til Hangzhou og vera tar i tvaer naetur. Fra Hangzhou komum vid okkur e-n veginn til Guilin og tadan beint til Yangshuo sem vid verdum i 2 naetur og tadan i e-d fjallatorp sem heitir Pingan og gistum i eina nott. Fra Pingan komum vid okkur svo til Hong Kong og fljugum til Bangkok og svo beint afram til Laos. Nanari ferdalysing kemur seinna.
Mongolia var alveg frabaer og likadi okkur mjog vel. Vid komum til Ulaan Baatar um morguninn og forum beint med rutu i svona turista tjaldbudir (ger) en tar sem vid erum svo snemma vors a ferdinni voru eiginlega engir adrir i tessum budum svo tad var mjog gott - okkur leid eiginlega eins og einum i heiminum . Vid forum i gonguferdir og fengum alveg otrulega godan mat 3x a dag. Seinni daginn for allur hopurinn a hestbak fyrir hadegi og eftir hadegi for eg aftur asamt 2 tyskum stelpum (ur okkar Johanns hop en ekki teim sem baettist vid), ta baud hestasveinninn okkur heim til sin i tjaldid sitt og baud okkur upp a afenga mjolk, mongolskt te og e-d einkennilegt smjor-skyr-mall! Tarna satum vid (asamt leidsmannininum okkar sem tulkadi) og spjolludum um Mongoliu og lif tessa straks i svona 30 og svo heim aftur. Mongolar eru afskaplega indaelir og opid folk, fyrri daginn forum vid Johann i gonguferd og komum vid hja einni fjolskyldu sem baud okkur inn og allt en svo gekk illa ad tala reyndar svo vid horfdum bara a sumoglimu i sjonvarpinu med teim - tau voru med solarrafhlodu til ad fa sma rafmagn. Svo stilltu tau ser voda fint upp fyrir myndatoku og totti ekki leidinlegt ad vera fyrir framan linsuna. Ok- timinn ad verda buinn svo eg aetla ad senda tetta blogg af stad. Vonandi ad allir hafi tad sem best, vaeri gaman ad fa linu.
Bestu kvedjur, Sonja og Johann.

þriðjudagur, maí 17, 2005

MOSKVA - SIBERIA - MONGOLIA

Hae hae, vid komumst loksins i internet sidan i Moskvu. Vid erum nuna i Irkutsk en hofum verid sl. tvo daga i litlu torpi vid Lake Baikal sem heitir Lystvianka og var frekar frumstaett. Joahnn er med smablogg svo eg aetla ekki ad endurtaka allt tad sem hann hefur sagt - reyna ad baeta bara vid. Moskva var fin en borgin er otrulega stor. Gaurinn sem atti ad vera leidsmadurinn okkar hann festist vist i Kina svo vid fengum hana Olgu til ad fylgja okkur med lestinni fra Moskvu hingad til Irkutsk og hun var frabaer. Hun syndi okkur einnig um Moskvu og adallega kirkjurnar i Kreml tann 11. mai og tad kvold tokum vid svo lestina. Vid attum fyrst ekki ad fa neinn mat i lestinni - nema ad kaupa hann serstakl i veitingavagninum en e-n tokst Olgu ad redda okkur morgunmat og heitum hadegismat sem var alveg frabaert, vid fengum m.a.s. sturtu ef vid vildum borga sma. I dag sameinudumst vid svo odrum hop en Olga sneri til Moskvu i gaer - tessi nyji hopur er frekar frabrugdinn okkar, mun eldra folk. Vid verdum med teim tangad til i Beijing tvi okkar guide var enn ad vesesanast i Kina. Vid lentum i sma veseni i dag med visa til Mongoliu - vid heldum ad vid gaetum fengid a landamaerunum en svo var vist ekki svo tvi var reddad a 2 klst her i Irkutsk i dag og 'eg segi bara HJUKK!! Komumst liklegast ekkert a internet i Mongoliu en skrifum ef vid komumst. Her er allt frekar framandi en gaman og gott ad hafa guide sem ser um alla mida og svona - vid getum bara notid dvalarinnar.
Vildi oska tess ad eg gaeti skrifad meira en tad er skammur timi til stefnu - tokum lestina eftir 2 kslt til Mongoliu.

Heyrumst seinna, Sonja og Johann
P.s ef e-r vill senda mer post ta ekki nota hotmail heldur sonjathorey@gmail.com

sunnudagur, maí 08, 2005

Jaeja - ta er tad fyrsta blogg ferdarinna! Vid erum nuna stodd a hotelinu i Moskvu og tad er tvilikt urhelli ad vid treystum okkur vart ut. Forum reyndar adeins a markadinn tegar vid komum en tar sem kl var 17 var allt ad loka og flestir basar tomir - eg nadi samt ad kaupa russneska hufu gerda ur refafeldi, svona hvita en ekki med neinum svona eyrum nidur. Hotelid er riiiiiiiisastort, tetta eru reyndar 3-5 hotel saman i einni kos. Olikt Ukrainu er to ekki hvert hotel med sina haed heldur eru tetta nokkrar byggingar. Vid aetlum tvi bara snemma ad sofa i kv0ld og maet snemma a morgun til ad reyna sja hatidaholdin og kannski veifa honum Dora. Vid hefdum reyndar bara att ad fa far med honum hingad ut - hann fekk orugglega goda fylgd og allt. Tad var reyndar alveg rosalega oryggisgaesla vid veginn fra flugvellinum - tad var allavega einn hermadur og stundum fleiri a svona 150 metra fresti, reyndar ekki alveg inn i Moskvu. Eda kannski forum vid adra leid en allir tessir tjodhofdingjar.
Koben var bara Koben en reyndar svolitid kalt, eiginlega bara mjooog kalt. Vid versludum sma tar og forum svo a astralskan stad og fengum okkur krokidil, strutseggjasupu, emua (eda tad het dyrid allevega a donsku) og svo kenguru. Tetta bragdadist allt vel bara fyrir utan supuna, struturinn var bara eins og finasta nautakjot bara adeins lausa i ser og krokodillin minnti mjog a kjukling. Vid skelltum okkur sidan a sportbar tar sem ad eg sofnadi yfir e-m United leik :/ Vid toltum svo sidan heim a hotel og i gooooooda langa heita sturtu. Tar gat eg ekki fundid harbustann minn ne maskarann svo vid eyddum slatta tima i tau innkaup a Kastrup - svo kom tetta allt upp ur bakpokanum her i Moskvu :( Tad er svona tegar madur leitar ekki nogu vel.
Okkur virdist allt her i Moskvu vera frekar stort en vid erum um 30 min (med metro) fra Kreml torginu. Vid munum vist ekki komast a torgid sjalft a morgun vegna tessara merkilegu tjodhofdingja sem munu eigna ser stadinn eeeeeen.
Ur glugganum a herberginu okkar sjaum vid yfir staersta borgargard i Evropu, allavega, og hann er svo stor ad madur rett ser i byggingarnar i fjarska. Tad taeki mann orugglegaa heilan dag a ganga tvert i gegn. Og svo sjaum vid lika adeins yfir markadinn, sem er vist sa staersti i Moskvu - i honum eru tveir birnir til synis en tiv midur var buid ad fjarlaegja ta tegar vid komumst loks nidur a markadinn. Vid turftum nefnilega ad afhenda vegabrefin okkar, tad turfti ad skra tau inn og tad voru greinilega miklar skraningar tvi tetta tok 30 min!
Jaeja nu er Johann kominn svo vinnufridurinn er uti - eg veit heldur ekki hvad timanum lidur her!
TIL HAMINGJU MED AFMAELID MAMMA MIN OG TAKK FYRIR ALLA HJALPINA!!
Sendum linur seinna tegar vid hofum fra fleiru ad segja - nu bara rignir rignir rignir rignir!
ciao

mánudagur, maí 02, 2005

Jæja jæja - má ekki vera að því að skrifa mikið hingað inn. Nú er allt á fullu, ég er að leggja allra síðustu hönd á ritgerðina og reyna skipuleggja ferðina. Auk þess þá er Maria frænka mín, kærastinn hennar og foreldrar hér í vikuheimsókn svo...
Við förum núna á laugardaginn, tökum morgunflug til Köben og svo morgunflug á sunnudaginn til Moskvu. Þann 10. mai hefst svo þessi ferð:
http://www.imaginative-traveller.com/destinations/europe/itinerary.asp?country=35&code=UAMB

Eftir að hafa svo eytt 15 dögum í að þvælast um Peking er stefnan tekin á Laos:
http://www.intrepidtravel.com/trip.php?region=laos&code=LAB

og Thailand:
http://www.intrepidtravel.com/trip.php?region=thailand&code=TAG


Kannski Thailand fyrst og svo Laos - ekki alveg ákveðið!
Ætli það heyrist svo ekki bara meira frá okkiur þegar við erum komin til Moskvu - býst eki við að hafa tíma til að skrifa hér heima.