laugardagur, júní 21, 2003

Ja, tetta var sagan fra sunnudegi til manudagskvolds og ef eg klara manudagskvoldid ta for tad svo ad tad voru engar naturlestir ad fara fra Hamborg tvi klukkan var ju ordin eitt um nottina! Eg vard tvi bara ad reyna finna mer hentugan bekk og leggjast til svefns. Teir eru audvitad bunir ad haga hlutunum svo i Hamburg ad tad eru engir bekkir heldur bara stakir stolar sem ekki er sjéns ad leggjast i nokkra i einu tvi tetta eru halfgerdir korfustóla!!! En hins vegar voru teir inni i svona lokudum litlum bidsal svo ad eg var ekki alveg uti en djofull vard samt kalt, tar komu sko flíspeysan og svefnpokinn ad gódum notum. Fyrst var eg i bidsal med mjog fáu folki og hugsadi mer gott til glódarinnar en neeeeeei ta turfti einhver andskotans tjódverjadrusla endilega ad hefja samraedur og var sko ekkert a tví ad haetta sama hversu ég reyndi ad dotta og loka augunum tegar hann var ad tala, svaradi m.a.s. bara med jái eda neii! Hann var líka alveg spinnigal, fyrst taladi hann um vinnuna sína og (hann bjo einhverstadar i rassgati en var ad byrja i nyrri vinnu i Hamborg) og hvad tad vaeri leidinleg vinna og bla bla bla. Svo beindi hann talinu ad dópistunum og rónunum, tá fyrst fór nú ad hitna i kolunum. Tetta var bara eitthvad andskotans pakk í hans augum sem ekki á skilid ad skrída einu sinni a plánetunni jord, eda allavega ekki fyrir hans augum. Hvad tetta vaeri nu omurlegt i Hamborg ad heima hjá honum í vaeri sko ekkert svona, tar vaeri sko loggan og fólkid búid ad taka sig saman og bara koma tessum lýd burtu! Hann var mjog stoltur af tvi hversu HREINN baerinn hans var og eg spurdi ta hvert tetta PAKK hefdi farid og honum var nokk sama, bara vildi ekki hafa tad fyrir augunum! Hann svoleidis steytti hnefana og ég held ad a tímabili hafi hann frodufellt yfir tessu blessada aumingjans fólki! Nei, tetta voru bara allt barbarar og aumingjar sem nenntu ekki ad vinna. Eg vard nú satt ad segja hálfhraedd tarna á tímabili, tetta var honum greinilega hjartans mál. Tegar hann loksisn tagnadi ta byrjadi einhver ógedslegur kall sem sat vid hlidina a mer ad hrjóta og tad voru svona hrotur med slefi og hori! Og HROTUKALLINN var búinn ad vera sussa á brjálaedinginn heillengi tví tad vaeri ekki svefnfridur fyrir bladrinu i honum, en audvitad tok herra klikk ekkert mark á tví. Ég var ad paela i ad bidja hann haetta tessum ogedslegu slefhrotum tví tad var sko alls ekki einu sinni fridur til ad dotta fyrir teim, eg gat allavega dottad a milli tess sem herra klikk jós úr skálum reidi sinnar. Tad var líka annar strákur tarna inn í klefanum sem hafdi haft sig lítid í frammi, vodaleg mús eitthvad en ég held ad vid hófum baedi ordid skelkud tegar herra klikk var vid tad ad frodufella. Tegar taekifaeri gafst hlupum vid baedi út úr klefanum eins og faetur togudu og notum tarna horhroturnar sem afsokun og skildum herra klikk eftir. Tad voru nefnilega svona bidhús a hverjum brautarpalli og naesta bidhús var algjor lúxus tví tad voru allir ad reyna sofa. Litla músin hafdi nú sagt eitthvad a milli tessi sem herra klikk frodufelldi og steytti hnefana svo ég hafdi komist ad tví ad hann var frá sudur Týról á leidinni til Danmerkur til ad tína jardaber og heitir víst Markús. Hann var svo lengst inn í hinu bidhúsinu tví hans lest fór ekki fyrr en kl sjo um morguninn. Eftir tad var eg bara ein en tad var lítill svefnfridur eftir ad flestar lestir voru komnar á fullt rétt eftir sjo. Aetla ad vista tetta og halda svo áfram.

Engin ummæli: