laugardagur, júní 21, 2003
Mér tókst nú samt ad dotta til níu en leid nú eins og hálfgerdum útigangsmanni samt. Fékk mér egg og beikon á McDonalds og tar gat ég líka burstad tennur og trifid adeins á mér smettid. Nú var bara ad finna hostel fyrir kvoldid og ég ákvad ad finna eitt í Hamborg tvi í Berlín sogdu teir allt fullt og auk tess sem mig langadi líka ad skoda Hamborg fyrst ad ég var tar og ég sé nú ekki eftir tví. Fékk inni á frábaeru hosteli í sex manna herbergi og komst tar i sturtu, ohhhhhh tvilíkur lúxus. Med mer í herbergi var austurrísk stelpa og finnsk kona svo ad vid stelpan hengum saman um daginn og skodudum Hamborg. Hún var nú líka óttaleg mús og ég átti stundum mjog erfitt med ad skilja hana tvi hún hvísladi svo mikid!! Ehe, aetli henni hafi ekki tótt ég heldur hávaer! Tad var svoooo gód tilfininning ad vita tad allan daginn ad eg hefdi rúm ad sofa í um kvoldid. Vid fundum voda flottan gard med helling af rósum og sátum tar heillengi ad kjafta, um kvoldid átti svo ad vera svona tónlist og gosbrunnurinn i gardinum átti ad vera í takt vid hana og svo audvitad ljósasyning. Vid ákvádum ad skella okkur heim klukkan átta og leggja okkur, hofdum bádar sofid lítid um nóttina en hvorug vaknadi vid klukkuna og ég rumskadi ekki fyrr fjogur um morguninn og brá frekar. Hún hafdi reyndar vaknad um kvoldid en gat hvorki hreyft legg né lid svo ég var víst ekkert ad eydileggja fyrir henni. Um hádegi á midvikudeginum fór ég svo til Berlinar og gisti um nóttina. Hún Patricia vard eftir í Hamborg tví had hún var ad fara á einhvert tónlistarfestival rétt fyrir utan Hamborg. Í Berlín lenti ég í herbergi med tveimur finnskum stelpum sem voru frekar svona undarlegar vid fyrstu sýn og enn undarlegri tegar ég komst ad tví ad taer hofdu ahuga á glímu og sofnudu svona kortum med myndum af glímukoppum en tad var fínt ad hanga med teim samt tann daginn. Á fimmtudeginum fór í svona 4 klst labbitúr med guide og hóp en taer nenntu ekki ad labba svona lengi svo ad vid kvoddumst! Taer fóru ad versla í einhverjum svona second hand shop sem var sko alveg í teirra stíl. Gongutúrinn var frábaer en fólkid í hópnum frekar misjafnt. Tad voru einhverjar kellingabeyglur ad vaela um pásu og fannst guidinn fara alltof langt út fyrir efnid, eins og tegar hann var t.d. ad segja svona kjaftasogur um keisarana, konungana, Hitler, Schroder o.fl. sem mer fannst einmitt skemmtilegastar!! En allavega ta tók ég svo naeturlest a fimmtudagskvoldinu til Salzburg og var komin tangad svoooona 10 um morguninn. Tar lenti ég einu undarlegasta samtali vid austurrískan katólskan trúboda. Ég sat og var ad skoda kort af borginni fyrir utan lestarstodina tegar gamall madur á raudu hjóli víkur sér ad mér og spyr hvort ég viti ekki hvert skuli fara. Ég segist alveg vita tad en sé ad velta fyrir mér hvort tad borgadi sig ad leigja hjól til ad sjá alla borgina á einum degi og komast í hallargard sem var adeins fyrir utan. Tá býdur hann sér bara mitt hjól svo eg turfi ekki ad borga en audvitad get eg tad ekki. Hann samt bendir mér á einhverjar leidir tarna og svona og fer svo en kemur svo aftur og sest ta nidur vid hlidina a mer. Fer ad spyrja hvadan ég er og bla bla bla, tad endadi med tví ad vid toludum í 1 klst. Hann var víst búin ad fara á puttanum um alla Evrópur svona 1950 og sagdi mér sogur tadan. En svo snerist samtalid allt í einu upp í tal um homma, lesbíur og kynhneigd!!! Hummm, ég held ad ég hafi hreinlega rodnad tarna. Svo fór hann ad segja mér ad einu sinni hélt hann ad hann vaeri hommi og hvernig sér hefdi lidid, tetta er ekki beint svona kristilegt umraeduefni og ég vard heldur vandraedaleg. Fór svo ad tala um norraenar konur og hversu sterkar taer eru taldi tad vera vegna tess hversu kynaesandi taer eru og bla bla bla! Ta var mér nú haett ad lítast á blikuna, alltaf sneri hann umraeduefninu upp i sexualitet bla bla bla en hann var samt vodalega indaell og ekkert svona perralegaur tannig ad eg ákvad ad slaka bara á og leyfa honum ad tala. Ég held ad tar sem hann hafdi víst aldrei verid vid kvenmann kenndur ta sé tad ad brjotast upp á yfirbordid núna svona á gamals aldri. Hann turfti svo ad rjuka tannig ad ég gat loksins leigt mer hjolad og byrjad ad skoda mig um. Tad byrjadi to fljótlega ad rigna og tess á milli komu svoleidis úrhellisdembur en ad sjálfsogdu var eg vid ollu búin og skellti mér bara í regngallann og hélt áfram for minni. Tad var reyndar bara fínt ad hafa rigninguna tví tá flúdi mesta allt fólkid inn og ég gat hjólad eins og brjálaedingur fram og aftur um gotur Salzburg! Vegna rigningarinnar sleppti ég tó tessari holl tarna og eyddi bara meir tíma í mjog flottu virki, eiginlega kastali, sem er gnaefir yfir baeinn. Eg gat reyndar ekki hjolad tangad upp vegna lélegs líkamslegs ástand svo ég tók bara einhvern vagn en hafdi to tad af ad ganga svo nidur einhverjar morg hundrud troppur ef ekki bara túsundir. Eg skrapp reyndar adeins inn á internetkaffihús og aetladi ad koma ferdasogunni inn á veraldarvefinn en audvitad gat ég af einhverjum sokum ekki birt síduna svo eg nennti ekki ad skrifa. En hann Sibbi yndi reddadi tessu einhvern veginn, ég held stundum ad tolvur séu med samsaeri gegn mér. Í stadinn eyddi ég klst bara í ad babbla vid Elsu eeeeeeen tvílikt andskotans okurverd a tessari djofulsins búllu! Fyrir klst turfti ég ad borga fjandans 9 evrur, sem betur fer kostadi svo naeturlestin til Pisa ekki neitt tannig ad tetta var ekki svo slaemt en samt djofulsans helvíti ad láta plata mig svona. Allavega ta komst ég til Pisa og er tar núna, skrapp til lítils baejar i dag sem heiti Lucca og sá einnig skakka turninn. Er ad fara borda, er ad deyja úr hungri. Laet heyra í mer fljótlega. Sonja ponja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli