I'm Throwing My Arms Around Paris
París er sveipað einhverri dularfullri ævintýrablæju í huga mér. Ég hef aldrei komið til Frakklands og þaðan af síður til Parísar en samt finnst mér ég skynja stemmingu borgarinnar á einhvern hátt, þó það sé sjálfsagt misskilningur. Ég hef heyrt af mörgum sem hafa komið til borgarinnar og flestir mjög hrifnir, sérstaklega þeir sem læra inn á hana en eru ekki bara að feta stigur ferðamannsins.
Kvikmyndin Ratatouille gerði ekkert annað en að tendra enn þennan áhuga því hún nær nokkuð vel að fanga blæinn í borginni í einu bestu kvikmynd allra tíma að mínu mati (já, ég er búinn að sjá ALLAR aðrar kvikmyndir).
Eftir að við höfðum tékkað okkur inn á hótelið í Montemehre hverfinu drifum við okkur út og niður i neðanjarðarlestina - áfangastaðurinn Gay Pride í Bastille. Þegar við gengum upp úr neðanjarðarlestinni blasti við okkur mikið mannhaf og dynjandi bassi af danstónlist frá sviðinu - "these people are not kidding around with their homosexuality" varð mér hugsað.
Við fengum okkur snöggan döner kebab og skelltum okkur síðan inn í mannhafið. Þvílík og önnur eins flóra af furðulegu fólki, maður hefur sjaldan séð slíkt nema hugsanlega í Asiu. Allskonar klæðnaður og mjög margir að reykja eitthvað sterkara en Winston Lights. Fólk var heldur ekkert feimið við að vera bert að ofan, og er ég þá ekki endilega að tala um kvennfólkið heldur kynskiptinga sem höfðu ákaflega gaman að vera hálf naktir og stilla sér upp fyrir framan myndavélarnar.
Þegar við höfðum verið þarna góða stund heyrðust læti frá einum hluta torgisins og hljóp þar í gegn stór hópur af pörupiltum með óeirðalögreglu á hælunum. Þetta truflaði ekki góða skapið hjá fólkinu og pilturinn sem stóð við hliðina á okkur með skilti framaná sér sem á stóð "Free hugs" hélt áfram að faðma fólk sem kom hlaupandi úr öllum áttum til að fá faðmlag. Margir voru heppnir og fengu einnig sleik, flestir karlkyns þannig að sumir eru að taka þennan dag nokkuð létt.
Undir lok dasg þegar við gengum frá torginu að neðanjarðarlestinni gengum við framhjá óeirðalögreglu sem var búin að stilla sér upp, tilbúnir í allt. Farið var að bera á meira á hundum og vafasömum eigendum sátu og "chilluðu" á torginu en minna sást af "prúðbúnum" kynvillingum. Óperuhúsið er við enda torgisins og var skrítið að sjá uppstrílað snobblið koma út og ganga í kringum kynskiptinga sem voru nánast ekki klæddir.
Af hverju eru frakkar svona óþekkir?
Eins og sést eru menn ekkert spéhræddir.
Bastillutorgið.
Þessi maður nýtur þess að fá athyglina þegar bíllinn keyrði í gegnum mannfjöldann - ætli hann sé ekki bókhaldari hjá ríkisstofnun á daginn og þarf að fá útrás árlega.
Þessi kona/maður lá í jörðinni og pósaði fyrir myndavélarnar. Manni stóð ekki á sama um hana, líklegast á einhverjum sterkum efnum og ef ekki ætti hún kannski að fara á sterk lyf.
Drottning I
Drottning II
Drottning III og kannski IV
Dansað uppi á skýli.
Beauty and the Beast.
... og hérna líka. Flestir kynskiptingarnir virðast sprauta efnum í andlitið til að fá kvennlegra útlit en líta flestir út eins og andlitið sé stokkbólgið.
Þessir fylgjast vel með almúganum á bastillutorginu.
Við borðuðum mjög seint á ótrúlega skemmtilegu brasserie rétt hjá hótelinu okkar sem heimamenn virtust sækja og voru þjónarnir kurteisir og skemmtilegir (vörusvik). Í sjónvarpinu var rugbý leikur sem flestir voru að fylgjast með enda var bærinn fullur fyrr um daginn af syngjandi fólki í gulum búningum - ég held að þeir gulu hafi tapað.
Dæmigert hús og brasserí í París.
Annað dæmigert séð að utan ...
... og að innan.
Sumar í París.
Það er eitthvað sem segir mér að ég muni einhverntíman á lífsleiðinni búa í París.
And how ya gonna keep ’em down on the farm
after they’ve seen Paris?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli