Dyer hershöfðingi fékk það hlutverk að stoppa þessi mótmæli og mætti hann á þennan stað sem minningagarðurinn er núna með 150 hermenn og hóf skothríð án nokkurrar viðvörunar á fólkið - sex mínútum síðar höfðu 337 karlmenn og 42 börn látið lífið og 1500 manns særst. Herinn hafði einnig þrengt mjög útgengið svo fólki átti ekki mikla möguleika á undankomu. Ég held að þessi atburður komi fram í myndinni frægu um Gandhi og var þetta eitt af því sem olli því að bretar misstu tökin í Indlandi.

Takið eftir því að það hefur verið eyðilagður sá hluti veggmyndarinnar sem sýnir breska herinn og eins eru rakaskemmdir eftir að það hafi verið skvett á myndina.
Við tókum síðan góðan tíma í að ganga um gamla hverfið, þræða þar hliðargötur og sjá hvert þær skiluðu okkur. Við fengum nokkra innsýn í líf rokk- eða kvikmyndastjarna því við fengum á fáfærnari stöðum vægast sagt mikla athygli. Alls staðar var glápt á okkur líkt og fólk hefði aldrei séð hvítt fólk. Mjög margri kalla "hello" og veifa og verða voða glaðir ef við veifum á móti en þeir sem eru ekki í kallfæri reyna ákaft að veifa til að fá "veif" tilbaka. Þetta er eins og fara tilbaka í litla þorpið sitt sem allir þekkja allir en maður hefur misst minnið og þekkir engan.
Á einum stað á litlum krossgötum voru nokkrir skólakrakkar, sennilegast að koma úr skólanum, og báðu nokkrir þeirra um mynd af sér svo við smelltum af og skipti þá engum togum að það var kominn þarna stuttu síðar þvílíkur barnaskari sem hópaðist í kringum okkur, stoppaði þetta alla umferð og myndaðist sannkallað öngþveiti þarna. Við sáum ekkert annað í stöðunni en að forða okkur og komumst loks á aðra hliðargötu. Mörg börn eltu okkur þangað og vildu flest fá að taka í hönd okkar og vita nöfn okkar - við höfðum bara gaman af þessu.

Þarna var öngþveitið að verða sem mest.
Yngri karlmenn sýna Sonju mikla athygli og þeir frökkustu kalla að henni "Sexy girl", "Hey baby" o.flr. og margir nota síma sína til að taka mynd af henni - henni þykir þessi athygli mjög óþægileg en það er ekki svo alvarlegt.
Í smærri íbúðargötum, sem oft reyndust blindgötur, komu nánast allir út í glugga og út á götu til að fylgjast með okkur, heilsa og veifa. Þar birtust okkkur skyndilega kvenþjóðin því maður sér hana ekki mjög mikið svona á almannafæri nema að erindast, þær virðast alla vera heima við.
Oft er hnippt í okkur til að panta "photo/snapshot" og margir vildu að við myndum taka myndir af börnunum, stundum átti Sonja að halda á þeim yngstu og tók þá fólkið oft sjálft einnig myndir. Fólk hérna er mjög almennilegt og kurteist (fyrir utan unga stráka á gelgjuskeiðinu) og þeir sem kunna ensku vilja vita hvaðan við erum o.fl. en þeir sem kunna ekki ensku reyna að nota fingramál og slíkt til að tjá sig.

Flott bros á þessum.

Svipmikill maður.

Eldhúslíf.

Reiðhjólavagnstjóri.

Börn á leið úr skólanum.

Djúpsteiktur matur er algengur í borginni og sést það á því að fólk er margt hvert vel í holdum.

Þessi maður gaf okkur djúpsteikt sætabrauð sem smakkaðist ágætlega, Sonju fannst það alltof sætt.

Maður les gamlan texta.

Í bakaríinu.

Við spjölluðum töluvert við þessa konu.

Þetta er móðir hennar.

Börnin voru frekar feimin.

Fólki finnst oft mjög fyndið að sjá myndirnar af sér og hvort öðru aftan á skjánum.

Þær vildu endilega fá að taka mynd af Sonju með minnsta barninu.

Grænmetismarkaður nálagt gullna hofinu.

Sérpöntuð mynd af Sonju - hún er ekki veik né þreytt! .
Við fundum litla ferðaskrifstofu og okkur til mikillar gleði gat hann reddað okkur bíl og bílstjóra til Dharamsala þannig að við þurfum ekki að taka almennisvagninn. Við sögðum þeim að við ætluðum að ákveða um kvöldið hvenær við myndum vilja fara og hringdum síðan seinnipartinn og báðum hann að koma kl. 12 daginn eftir.
Seinnipartinn fórum við aftur í Gullna hofið - settum skóna í geymslu fyrir utan, skoluðum fætur okkar í svalandi vatninu fyrir utan og gengum inn. Það var áberandi færra fólk þar heldur en daginn áður vegna þess að þá hafði verið helgidagur og borgin full af trúariðkendum. Biðröðin inn í gullnu hvelfinguna sjálfa í miðri tjörninni var þá ógnvekjandi löng og hugsuðum við okkur ekki einu sinni um að bíða í henni - röðin þennan dagin var ekki löng og því hægt að skoða sjálfa hvelfinguna.
Við höfðum svipaðan hátt á þessu og daginn áður - ég fór hring en Sonja settist niður og hélt að í fámenninu fengi hún betri frið til myndatöku. En svo var ekki og kom t.d. 30 manna fjölskylda sem tók mynd af henni með hverjum og einum þeirra. Þegar ég kom til baka settist ég skammt frá þar sem Sonja sat með um 8 konum/stelpum, vildi ekki trufla og það var það sama, fólk safnaðist í kringum mig - mjög skrítið.
Síðskeggjaðir verðir vopnaðir atgeirum og bognum kutum ganga um svæðið og passa að fólk hegði sér vel, þurfti gjarnan að áminna gesti (þar með talið okkur) fyrir að sitja með fæturna flata svo þeir vísa að hofinu því fætur eru skítugir og mega ekki beinast að gullna hofinu. Erfitt að muna þetta þegar maður situr lengi á sama stað en maður abbast ekkert upp á menn vopnaða spjótum.
Gullna hvelfingin sjálf er mjög tilkomumikil að innan þó hún sé ekki stór. Að innan er þetta eins og konungshöll, allt gyllt og mikið skreitt með stórum kristalsljósakrónum. Í miðjunni er lítil hljómsveit sem spilar og syngur lög úr ritningu þeirra og hljómar það í hátölurum um allt hofið - allt í kring sitja síðskeggjaðir karlmenn og biðja. Uppi á efri hæðinni situr öldungur og les í bók sem virðist vera nokkur hundruð ára gömul. Það sem gerir hana sérstaka fyrir leikmenn eins og mig er stærðin á henni því hún virðist vera a.m.k. 2000 síður og stærðin á henni er um fermeter sem gerir hana hátt í tvo metra á breidd þegar hún er opin ef laserlöguðu augun mín eru ekki að plata mig. Hvelfingin er full af fólki sem situr á gólfunum og les í litlum bókum eða bara hlustar á tónlistina.

Vörður stendur við tjörnina í gullna hofinu.

Hvítskeggur og félagi hans fyrir aftan.

Mjóleitur vörður.

Tvær konur spjalla saman við tjörnina og dást að mikilfengleika hofsins.

Konuhópur.
Borgin, trúin, hofið og umfram allt fólkið í Amritsar hefur komið okkur skemmtilega á óvart.
3 ummæli:
Hvað kemur Johnny Depp málinu við?
Annars heimta ég að þið komið heim með svona spjót handa mér!
Hæ hæ
Þetta er alveg stórfenglegt, hlýtur að vera mikil upplifun að sjá Gullna hofið og allt þetta skrautbúna fólk.
knús
Mamma bleika
Hæ hæ
Gelymdi að minnast á myndina af Sonju minni hún er fín og svo er einnig myndin þar sem þú Sonja heldur á litla barninu, það er svo mikil gleði á myndinni. Jóhann þú er greinilega mjög mjög glaður á fá ekta kaffi. -Ekkert nema gleði-
Sú bleika aftur :-)
Skrifa ummæli