þriðjudagur, september 11, 2007

Skordýr

Ég hef ekki ennþá rekist á kakkalakka eða rottur ... sem er gott. Hef séð þó nokkuð af maurum og eru þeir ekki litlir en köngulærnar tvær voru frekar litlar. Annars gerðum við Jóhann hugsanlega einum starfsmanninum hér óleik - í algjöru hugsanaleysi. Komum inn í herbergið hér í Manali og leist vel á nema það var könguló í horninu og þar sem að strákurinn var enn að klára þrífa klósettið báðum við hann að drepa köngulóna. Hann varð nokkuð skrýtinn á svipinn en við stóðum þarna staðföst með morðæði í augum og sögðum bara "kill it, kill it" svo greyið sópaði aumingjans saklausa dýrinu niður af veggnum og barði til dauða. Ég fattaði eftir á að hugsanlega var strákurinn búddisti og má því ekki drepa lifandi verur.

6 ummæli:

Pálmi sagði...

Ef þið haldið svona áfram þá getið þið gefið út 1200 síðna bók um ferðalagið í desember. En frábært að fá svona greinargott blögg af flækingi ykkar. Vonandi gengur manninum á asnanum vel að ferðast með bitarununa ykkar yfir torfarið landslag himalaya fjalla.

Burkni sagði...

Heyrðu já, er Sonja ekki nógu dugleg að drekka konjakið?

Eða hún kannski bara byrjuð á syninum góða sem spámiðillinn sá? :)

Nafnlaus sagði...

Ég verð að segja að pennahæfileikar bróður míns séu næstum eins frábærir og myndahæfileikarnir.
Ætli Jói sé hræddur við kóngulær!!!! Ég man nú ekki betur en að hann hafi borðað eina með bestu lyst í berjamó í gamladaga!!!!

Jói ef þú lest þetta þá vil ég minna þig á að frændi þinn á afmæli í næstu viku.

Nafnlaus sagði...

Mjög gaman að fylgjast með ykkur, algjörir snilldarpennar og myndirnar frábærar. Gangi ykkur vel. Ef þið farið til Chennai,´látið mig vita - þar eru Íslendingar sem hægt er að leita til. kv. Þórdís (tkr@simnet.is)

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha, Sonja og köngulær, alltaf klassískt... Oj, þa jafnast samt ekkert á við loftið á kósettinu sem þið fóruð einu sinni á,OJ OJ OJ!!!

Nafnlaus sagði...

aumingjans saklausa dýrið og saklausi starfsmaðurinn sem er hugsanlega búddisti - líklega er hann ennþá í hofinu á teppinu sínu að biðja...
MCM