Brúðkaup Luca og Jóhönnu var allt hið glæsilegasta. Við byrjuðum á því að hitta Magga og Elsu og fá okkur einn drykk og síðan tókum við leigubíl í kirkjuna. Við vorum ansi snemma í því, já ég Sonja var mætt snemma því Elsa hótaði að fara án okkar og við héldum að þetta væru alveg 20 mín í taxa! Við héldum fyrst að við værum á röngum stað og jafnvel of seint en þá var þetta bara brúðkaup að klárast - það eru víst ansi þétt setnar kirkjurnar hérna. Athöfnin var mun léttari en maður hefði haldið, mikið á ensku og presturinn hreinlega reytti af sér brandarana. Eftir athöfnina var stokkið upp í rútu og var rúmlega klukkutíma rútuferð í veisluna sem var fyrir utan Róm. Við sátum fremst og varð okkur ekki alveg um sel þegar bílstjórinn skoðaði kortið mjög oft og hringdi mikið. Þegar við síðan komum í villuna beið okkar forréttur sem voru eldbakaðar smápizzur og djúpsteikt sjávare-ð. Sveitavillan var mögnuð, ekki oft sem maður kemur á slíkan stað, stór garður með sundlaug og með útsýni yfir hæðiranr í kring. Jóhann áttaði sig strax á því að þó að meginþorri veislugesta væri mjög fínt fólk og að sundlaugin myndi segja til um það hvort partíið yrði gott ... partíið endaði sem fínasta partí því Eldklerkur endaði í lauginni ásamt nokkrum ítölum og brúðgumanum.
Matarmarkaður á Piazza Campo de' Fiori.
Hjólreiðarmaður í Campo de' Fiori hverfinu.
Gifting Luca og Jóhönnu í Basilica di S. Alessio all Aventino.
Þegar við mættum í veisluna sársvöng var verið að baka pizzur í forrét - það var kærkomið. Húrra fyrir pizzugerðarmanninum!
Fordrykkur og forréttur voru þeim megin við sundlaugina sem þessi mynd er tekin frá og þarna hinummegin var kvöldmatur snæddur.
Jóhanna og Luca.
Eldklerk hafði klæjað í sundfitin allt kvöldið í veislunni og um leið og fyrsti maður hafði díft litlu tá í laugina var eldklerkur kominn úr fötunum og út í laug. Hérnna sést hann taka sitt fyrsta stökk.
Við fengum okkur drykk kvöldið eftir geftinguna með systrunum knáu frá London. Þetta er Edda sem vinnur við teiknimyndagerð hjá Cartoon Network.
Þetta er Ellen (LN) litla systir Eddu sem er nýbyrjuð í dansnámi í London.
Harmonikkuspilari í Traveste.
Þessi gamla kerling gekk tuðandi og muldrandi fram og aftur, kvartandi yfir örlögum heimsins. Hún er sennilega svipaðð gamalmenni og við Hjölli erum að plana að verða.
Götuhorn í Traveste.
Ég að kæla mig niður.
Veggjakrot er gríðarlegt vandamál í Róm og sérstaklega í Traveste. Við kölluðum okkur góð að sleppa úr hverfinu án þess að vera útsprautuð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gaman að koma í Traveste. Göturnar eru svo mjóar. Einnig gaman að setja niður að einhverju af þessum mörgu veitingahúsum sem þar eru og fá sé hreisingu.
Bjössi bróðir
Gaman að fylgjast með þessu hjá ykkur - það er greinilegt að myndir segja meira en 1000 orð..
Skrifa ummæli