
Kvöldmaturinn snæddur. Við pöntuðum kjúlla og fengum fyrst fisk en föttuðum það ekki fyrr en við voru hálfnuð með fiskinn - fannst þetta undarlegur kjúklingu. Fiskurinn var ekki góður.

Ég að drekka te um morguninn í lestinni, sennilega nýbúinn að borða kornflexið með heitri mjólk. Skugginn er glaðari en ég.

Sykurbarónninn að drekka te.

Í útjaðri Deli.

American Institute.

Fólk virðist oft lifa þarna/hérna í ruslahaugum.
Hótelið í Deli var frekar slæmt - hægt er að telja til margar ástæður fyrir því. Mér leist svona sæmilega á það við fyrstu sýn en Sonju leist virkilega illa á það en við ákváðum samt að taka þessa einu nótt enda verðið ekkert gífurlega hátt og það sem mikilvægara var vildum við ekki vera sykurbaróninum óþakklát því hann var búinn að leggja á sig að koma okkur á hótel. Hóteleigandinn sem var flestum stundum í afgreiðslunni minnti mig á geðsjúkling - hann var með brjálæðislega ýkt bros sem hann setti upp um leið og hann sá okkur, minnti hann mig á Jack Nicolson í Shining. Maður sá það einhvernvegin á útlitinu á honum og einnig í fasi að hann væri ekkert sérstaklega góður maður en það eru að sjálfsögðu að einhverju leiti sleggjudómar en eins og þeir sem vita sem þekkja mig hef ég einmitt mjög gaman af slíkum dómum. Það var reyndar mjög skrítið að sjá hann setja upp þennan svip, öskra svo af bræði á starfsmenn sína í símann og skella brosinu strax á aftur fyrir okkur.
Herbergið var frekar stórt en það sá mjög mikið á því, illa gengið frá flestu í byrjun og það var sennilegast fyrir einhverjum áratugum síðan og akkúrat ekkert gert fyrir það síðan. Stórir rakablettir voru í lofti og veggjum og krónískur skítur á ýmsum stöðum. Það eina sem var lúmskt fyndið við herbergið að við vorum að hluta til með sameiginlegt baðherbergi og næsta herbergi. Það kannast flestir við það að fara á almenningsklósett og það er maður á næsta bás sem hefur frekar hátt, eða að það er maðyur á næsta bás sem heyrist ekkert í og þú passar þig þá að gefa ekkert hljóð frá þér.
Það var sitthvað sameiginlegt með okkar klósetti því efstu 40 cm á einum vegg var bara grind og því var í raun opið yfir á næsta klósett. Það væri nú kannski í lagi ef það herbergi væri ekki þrefalt af stærð með 8 taílendingum sem hafa gífurlega hátt á klósettinu. Ekki eru það einungis búk- og endaþarmshljóð heldur syngja þeir líka á klósettinu. Einn af þeim m.a.s. ældi með þvílíkum látum að við gátum ekki annað en brosað. Gæti reyndar verið að hann hafi verið að hreynsa á sér kverkarnar með þessum tilþrifum en það hljómaði eins og hann væri að æla. Það má því segja að baðherbergið hafi verið sameiginlegt hljóðlega séð þó hljóðlegt komi nú ekki upp í hugann þegar maður hugsar um það. Við fengum semsagt að heyra svipaða rútinu hjá öllum 8 á meðan við vorum að vakna (sem tók nú ekki langan tíma útaf þessum hljóðum öllum) og pakka niður dótinu.
Hóteleigandinn var líka að reyna að plata af okkur peninga. Þegar við mættum á hótelið um 11 leitið sögðumst við ætla að leggja okkur og hóteleigandinn sagði okkur að best væri að skoða borgina í leigubíl og myndi hann sjá um að panta slíkan bíl þegar við vöknuðum þannig að við myndum sjá sem mest af borginni. Við tókum ekkert illa í þessa hugmynd enda nenntum við ekki að hugsa mikið um þetta vegna þreytu. Þegar við síðan vöknðum um 15 leitið fór ég niður til að segja honum að leigubíllinn væri OFF en við værum til í að taka leigubíl á ákveðna götu í borginni. Við ætluðum þar að fá upplýsingar um ferðir til Manali en hann var reyndar búinn að segja fyrr um daginn að hann ætlaði að redda því fyrir okkur en við treystum honum ekki og ákváðum því að fara sjálf á staðin og kanna málið. Hann sagði mér að leigubíllinn kæmi eftir 30 mínútur og við ættum bara að fá okkur sæti sem við gerðum enda vel upp alið fólk. Eftir c.a. 20 mínútur sagði hann við okkur að við ættum ekki að borga leigubílnum sjálfum heldur borga hjá honum í afgreiðslunni. Ég stóð því upp og spurði hvað það kostaði og hann sagði 700 RS. Þetta er svona 20x meira verð en leigubíllinn ætti að kosta og sagði ég að það væri of mikið. Hann fór þá að rugla um að þetta væri lágmarksgjald og innifalið væru 80 km og einhverjar klukkustundir. Ég reyndi að útskýra að við værum bara að fara á ákveðinn stað og vildum hann ekki í 80km né 8 klst en hann vildi ekki skilja það - talaði bara um lágmarksgjald. Ég sagði honum þá að við ætluðum að labba og kvaddi hann og hann gaf mér dónalega handahreyfingu og við gengum út. Á næsta horni tókum við mótorvagn á staðinn og kostaði það okkur 70 RS - semsagt 10x minna en hann hugðist stela af okkur.
Þegar við mættum fyrir framan opinberu upplýsingamiðstöð Mumbai reyndist það bara vera lítið bókabúð og fórum við samt inn og spurðum búðareigandann. Þá reyndist skrifstofan vera c.a. 5 mínútna gang hinum megin við götuna og þegar við komum þangað var þar nákvæmlega sama heimilisfang og á bókabúðinni. Maður myndi ætla að hafa fleiri en eitt hús með sama heimilisfangi væri ruglingslegt en þetta er kannsi bara eitthvað voðalega sniðugt. Kannski er þetta eitthvað til að sporna við fólksfjöldanum eða þá að þeir eru búnir með öll heimilisföngin og farin að endurnýta þau.
Indverska konan á upplýsingamiðstöðinni var hræðilega leiðinleg - fannst við greinilega vera hræðilega leiðinleg og nennti nánast ekkert að hjálpa okkur. Við fengum þó upp úr henni hvar við ættum að kaupa rútumiðann til Manali og valhoppuðum við síðan þangað þungum skrefum og fjárfestum í tveimur miðum í svefnrútu sem átti að fara kl. 18 daginn eftir.
Þegar við komum út eftir miðakaupin var sagt háum dimmum rómi fyrir framan okkur:
"Hello"
"You are a very lucky man"
"Do you know why you are a lucky man?"
"Nei" sagði ég þreytulega enda orðinn frekar vanur allskonar aðferðum við að plata okkur.
"Because she will soon give you a good son!"
"Do you want me to tell you your future?"
"No" sagði ég aftur og við forðuðum okkur. Merilegt hvað menn reyna til að plata heimska túrista. Annar maður kom og talaði við okkur og sagðist muna eftir okkur frá hótelafgreiðslunni í gær, hann væri bróðir hótelstjórans. Þegar við spurðum hann hvaða hótel það skyldi hafa verið var lítið um svör.
Það er töluvert um áreiti hérna og maður þarf að vera á tánum, fólk labbar í sífellu upp að manni, spyr hvaðan maður sé, hvað maður heiti, hvað maður hafi veirð lengi á Indlandi o.s.fr.v og spyr síðan hvort það eigi að sýna manni góða búð nálagt. Þetta er mjög alengt en maður veit í raun ekki hvort fólk er að reyna að spjalla til að vera kurteist eða reyna að selja manni eitthvað fyrr en maður hefur kannski spjallað í mínútu.
Eins eru betlarar frekar ágengir hérna í Deli og þegar maður er í mótorvagni og stoppað er á ljósum þá koma þeirm, nánast leggjast upp í vagninn hjá manni og gefast ekki upp. Þeir eru sennilega vanir svipuðu uppeldi frá ferðamönnum eins og ungt fólk heima á Íslandi í dag að ef maður suðar nógu lengi þá fær maður á endanum það sem maður er að biðja um. Þetta kallast að ala eitthvað upp í fólki og framtíðin er sköpuð af því.
Í þeim hluta Deli sem við vorum þennan daginn eru miklar andstæður - það eru fínustu veitingahús og alþjóðlegar rándýrar verslanir í einni götu en sú næsta angar af saur og hlandi með fólk í fullri vinnu við að fara í gegnum sorpið að finna þar eitthvað bitastætt. Það kom okkur á óvart að það er nánast undantekning að sjá ferðamann, þ.e. með vestrænt útlit í Deli. Þegar við komum útfyrir þessa aðalverslunargötu sáum við enga ferðamenn. Við vekjum því gríðarlegri eftirtekt sem Sonja kann ekki vel við en rokkarahjartað í mér slær ennþá og von um heimsfrægð (frítt brennivín og ódýrt kvennfólk) þannig að ég er bara nokkuð sáttir við að vera eins og stórstjarna.
Innskot frá Sonju: Enda fær Jóhann ekki senda fingukossa og önnur kossamerki né heldur er kallad til hans "sexy"
Eitt sinn þegar stoppuðum mótorvagn og sýndum honum nafnspjaldið af hótelinu okkar til að fá tilboð í aksturinn þá leit hann ekki á miðann, sagði að hann gæti ekki lesið hann því hann væri ekki með gleraugun sín. Við lásum því miðann og hann keyrði okkur upp á hótel. Spurning hvort það sé ekki betra að sjá ekki of mikið þegar keyrt er í þessari umferðarkös.

Leigubílastjórinn sem sá illa.
Þegar við síðan mættum aftur á hótelið um kvöldið setti eigandinn aftur upp brjálæðisbrosið, spurði hvort við vildum leigubíl daginn eftir - ég sagði NEI og við hlupum upp í herbergi og settum slagbranda fyrir hurðina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli