sunnudagur, september 16, 2007

Annar dagurinn í Leh

Ég byrjaði daginn að borða morgunmat með Sonju út í garði og fengum við okkur ristað brauð með marmelaði, kornflex og te. Ég fór síðan í bæinn að ganga frá málum á internetinu og redda malaríulyfjum og fór síðan aftur upp á hótel.

Þar sem Sonja hafði ströng tilmæli frá lækni sínum um að taka því rólega í dag gat hún ekki farið á Leh hátíðina - en þetta var lokadagur hennar. Hún ákvað því að senda mig til að taka myndir af henni svo hún myndi ná einhverju af henni.

Sonja gerði mig því út með nesti, nýja skó og myndavéladrasl og einn hélt ég í víking að fanga á ljósmyndir það sem fyrir augu og linsu bar.


Þessir skólastrákar vildu endilega að ég tæki af þeim mynd. Skólinn er á leiðinni frá hótelinu í miðbæinn.

Þegar ég var kominn á pólóvöllinn sem hátíðin var haldin á varð ég fyrir miklum vonbriðgum því á þessum gríðarstóra malarvelli voru í mesta lagi 10 hræður að labba í sitthvorar áttir og greinilegt að ekki mikið var að gerast. Ég kíkti einnig í sölutjöld sem voru þarna við völlinn en þar var lítið spennandi að finna fyrir spennufíkilinn mig og því ákvað ég að ganga um gamla hverfi Leh borgar.

Ég gekk suður frá vellinum og í hverfi sem teygir sig upp í klettana - taldi það svæði góð ljósmyndamið og gerði ég ráð fyrir að fiska vel af brekkuhúsamyndum. Þegar ég hafði gengið inn fyrir hlið sem afmarkar hverfið tók á móti mér versta lykt sem ég hef nokkurntíman fundið held ég og hef ég nú lent í ýmsu, enda úr Hafnarfirði. Þarna var ég eiginlega komin á hálfgerðan ruslahaug og lyktin var sambland af saurlykt, gífurlega sterkri ýldulykt allt kórónað með vott af hlandlykt. Núna nokkrum klukkustundum síðar er ég enn með þessa lykt stimplaða í lyktarheilastöð mína og vona ég að ég þurfi ekki að fara í skurðaðgerð til að losna við hana.


Þetta er staðurinn sem ég varð að snúa við útaf lyktinni.

Ég snéri því við og þegar ég var komin talsvert frá þessu svæði mætti ég konu sem var með bundið fyrir vit sér þó að lyktin væri aðeins brot af því sem hún var þar sem ég áður var og greinilegt að það er ekki hægt að venjast þessari lykt þó að maður sé innfæddur.



Ég gekk því í hinn hluta hverfisins eftir götunni Palace Road í átt að höllinni og þræddi þar síðan gamla hverfið þvert og endilangt og hitt margt skemmtilegt fólk. Ég fékk mér síðan að borða enda búinn að labba frekar langt í sterkri sól og þunnu lofti og var orðin nokkuð dasaður. Ég valdi frekar vafasaman stað en maginn virðist vera í lagi ennþá. Ég fór síðan upp á hótel og fékk mér koníaksopa til að drepa allar pöddurnar sem ég snæddi fyrr um daginn.

Hérna eru nokkrar myndir frá deginum:


Konungshöllin og gamli bærinn fyrir neðan.


Stupas kallast þetta víst og er víða í Asíu.


Hof uppi á klettinum með bænafána strengda á milli.


Múslimar að biðja.


Slátrarinn að búta niður rolluhaus.


Það er einhver sorg í augunum á þessari konu.


Flottur karl.

Seinnipartinn hélt ég aftur í víking til að kíkja á internetið og fá mér að borða í bænum en Sonja var alveg lystalaus og því var ekkert annað hjá mér að gera en að borða einn á veitingastað í annað skiptið sama daginn. Eftir matinn var komið myrkur og ég gekk af stað heim á leið. Þar sem ég er annálaður rati ... eða réttara sagt á mjög erfitt með að rata, var ég búinn að leggja á minnið leið á hótelið og kunni ekki aðra leið. Stór hluti af leiðinni er eftir c.a. 300 m hlykkjóttum göngustíg sem er hlaðinn á báða vegu og lítill lækur renndur einnig eftir honum. Þegar ég var kominn aðeins eftir þessum stíg hætti ég að sjá því hann er alveg óupplýstur og komið svarta myrkur. Ég ákvað samt að halda áfram og endaði á því að labba tvisvar ofaní lækinn og þurfti að þreifa mig áfram bróðurpartinn af leiðinni. Að sjálfsögðu virtist leiðin lengri við þessar aðstæður og ég var farinn að halda á tímabili að ég væri kominn inn í einhvern garð eða eitthvað slíkt en á endanum komst ég þó upp á hótel.


Mikið myrkur þarna

Okkur var boðið í afmæli um kvöldið hjá hóteleigandanum með ókeypis mat og drykk hérna í garðinum fyrir framan hótelið. Við kíktum í einn drykk og hlustuðum á glymjandi diskótónlist og horfðum á fólkið skemmta sér.

Þar sem við höfum sennilegast ekki vanist loftinu hérna og við bæði þreytt þá drakk ég bara einn bjór og Sonja engan - annars hefðum við væntanlega þurft að nota sömu aðferðir við að finna herbergið og ég þurfti að nota á stíknum fyrr um kvöldið.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ.
Alltaf jafn gaman að lesa frá ykkur (þér Jóhann) pistlana. Maður verður hálf súr þegar maður fer fýluför á síðuna - ekkert nýtt.
Já - en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, þið lækkið jú bráðum flugið.
Kveðja
Pa

Nafnlaus sagði...


Voruð þið búin að taka eftir því að "Annar dagur í Leh" fór tvisvar inn?
Kveðja
Pa

Nafnlaus sagði...

Var loksins (kl 14:15) að lesa Morgunblað dagsins.
Þar er notuð ein opna undir vital við Jóhann Guðbjargarson.
Gaman að sjá.
Kveðja
pa

Nafnlaus sagði...

Hæ fræga fólk!!
Oh, loksins celebrity i fjölskyldunni!!! Eða svona á ská inn í fjölskylduna. Flott grein um þig Jóhann, en mér finnst nú,með fullri virðingu fyrir þínum verkum sem eru frábær, að hún hefði mátt vera um YKKUR :) Örugglega ekki mörg pör sem hafa svona geðveikislegan áhuga á sama hlutnum!!! Og eru BÆÐI góðir ljósmyndarar, án þess að vera að draga úr þínum hæfileikum Jóhann minn :)

En annars vona ég að ykkur líði ekki of illa og vinsamelegast skildu lyktina eftir þarna úti Jóhann!!

Alltaf gaman að kíkja á bloggið ykkar, flottar myndir og skemmtileg ferðasaga!!

Pálmi sagði...

Var að klára að lesa stórkostlegt opnuviðtal við Eldklerkinn í morgunblaðinu. Svo ég vitni í viðtalið: (blaðamaður talar)

"Ég spyr ekki hvort hann hafi verið "NÖRD" orðið svífur einhvern veginn í loftinu"

Bróðir þinn hlýtur að hafa gaman af þessari setningu :)

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að sonja sé að lagast af háfjallaveikinni.

Blaðamaður hefur lesið hann bróður minn eitthvað vitlaus því hann var aldrei "nörd" heldur vill hann meina og heldur fram við hvern sem vill heyra að hann hafi verið "jock"!!!!

Burkni sagði...

Ég hef reynt að gera jock úr honum Jóhanni mínum árum saman og iðulega mistekist hrapalega.
Hann hlýtur því að vera nörd.

Nafnlaus sagði...

Mikið er fallegt þarna!
Ég verð að kíkja á viðtalið við Eldklerkinn... En ekki núna - dagur senn að kveldi kominn og á morgun er afmælisveisla dótturinnar:) Sem verður frábrugðin öðrum afmælisveislum hennar því í fyrsta lagi er hún haldin á Stokkseyri og Sonja kemst ekki...
Kv.
M