mánudagur, ágúst 27, 2007

Lagt af stað

Núna erum við að leggja lokahönd á pökkun fyrir ferðalagið okkar.

Við höfum gert MJÖG gróft ferðaplan og hljómar það svona:

28. ágúst flogið til Rómar.
5. sept. flogið til London og þaðan til Mumbai.
25. okt. farið til Nepal.
3. nóv. flogið til Bhutan.
19. nóv. farið aftur til Indlands.
2. des. flogið til Íslands.

Við ætlum að reyna að henda inn myndum og einhverjum texta hérna þegar við náum að tengjast alnetinu.

Bless, bless.

1 ummæli:

Gudbergur sagði...

Góða ferð og góða skemmtun.
Ég hlakka til að verða boðinn í indverskan mat til ykkar þegar þið komið heim í desember :)