sunnudagur, júní 13, 2004

Hummm - ég ætla að blogga smá áður en ég fer að hafa mig endanlega til, það er nóg að gera áður en ég get farið af stað austur.

En við vorum sem sagt stodd í Brasov - komum í bæinn eftir stórhættulega hestaferð og röltum í átt að kláfnum en þar sem leiðin reyndist heldur löng hjá okkur vegna áhugaverðra verslana, kaffihúsa og myndefna var búið að loka :( Við hefðum reyndar getað gengið upp - tók ekki nema um klst en prinsessan var eitthvað ómöguleg í maganum, hádegismaturinn (Gordon Bleu) var ekki almennilega samþykktur af hinu æðsta magaráði! Við komum okkur því bara heim á hótel í róleghieitum og með ýmsum stoppum. Það voru stórir tónleikar á leiðinni heim, líklegast út af þessum kosningum sem voru í nánd. Þetta var nú ekki merkileg upplifun svo sem, þetta var bara eins og að vera á 17.júní tónleikum eða öðru svipuðu. Allar helstu gelgjur bæjarins voru mættar til að hylla goðin sín en um leið að sýna snilldartakta sem áttu að heilla unga nærstadda sveina. Bandið sem við hlustuðum á var bara fínt og við þekktum þarna nokkra gamla slagara sem voru í nýjum búning. Það virðist reyndar vera ansi algengt þarna austur frá að taka gamla "vestræna" slagara og setja þá í nýjar nærbuxur með mjög misjöfnum árangri svo ekki sé meira sagt. En annars var þessi kosningabarátta þarna í Rúmeniu öll hin undarlegasta - menn virðast ekki vera kosnir eftir málstað heldur að hafa sem mest læti! Eða við skyldum þetta ekki alveg og enn síður eftir því sem leið á ferðina í Rúmeníu. Helsta aðferðin til að ná sér í atkvæði virtist vera að láta bíl merktan sér rúnta um bæinn og spila frekar hávaæra tónlist eða hafa svona "tónlitarbása" hér og þar um bæinn. En við vorum sem sagt á þessum kosningatónleikum þarna niður í bæ en fengum fljótlega leið á þessum undarlegu útgáfum af gömlu smellunum og fórum upp á hostel. Þá var annar dagurinn í Brasov á enda.

Þarf aðeins að stússast - meira næst

Engin ummæli: