mánudagur, desember 02, 2002

Uhu - ég var búin að æla hér út úr mér í gær helvítis hellling en það fór allt fjandans til (tölvur hafa eigin vilja!!). Ég nenni því engan veginn að skrifa aftur :( Bíllinn er enn skrambúleraður að framan greyið eftir áreksturinn á föstudaginn - það er svona að vera éta og keyra!! Þeir hjá umferðarráði ættu að minnast á það líka - ég passa mig voða vel að ekki drekka & keyra og ekki að tala & keyra, hvernig á maður að muna þetta allt!?! Það er því hér með lika opinbert að hæfileiki kvenna til að gera tvennt í einu er bara klisja - ég hef hér með afsannað þá kenningu!! Annars er þetta stelputuðrunni að kenna sem afgreiddi mig um pylsuna því hún gat ekki fylgt einföldum leiðbeiningum: LITLA SÓSU!!! Heldur þurfti hún að drekkja pulsunni minni í sinnepi :( Svo gat ég ekki einu sinni klárað þessa rándýru pylsu þar sem hún endaði í fanginu á mér, sætinu og stýrinu. Ofan í það þá gusaðist kókið mitt út um allt í bland við pulsuna - ÖMURLEGT!!
Annars er hætt að braka og bresta í tölvunni þegar hún "hugsar" - jibbí! Þetta er samt örugglega bara lognið á undan storminu - hún hrynur illilega bráðlega, ég verð að henda henni niður í Nýherja og heimta viðgerð.
Jæja - best að haska af ársskýrslunni og gera e-ð af viti í vinnunni!

Engin ummæli: