mánudagur, september 03, 2007

Crawling slowly over wet sand ....

Crawling slowly over wet sand ....

Komið þið sælir lesendur góðir. Það er nokkuð síðan við skrifuðum inn okkar síðasta blogg og þið kannski farin að halda að það hafi verið okkar síðasta en svo er aldeilis ekki. Ég ligg núna á mánudagsmorgni og hlusta á snillinginn Morrissey og hann hefur blásið mér í brjóst að skrifa eitthvað. Annars hef ég nánast bara hlustað á Morrissey og Megas í ferðinni þegar ég er að fara að sofa með smá blöndu af Arcade Fire, Danielson, Decemberists og I'm from Barcelona.

Við skelltum okkur í skoðunarferð um Colloseum, Palentine hæðina og Roman Forum. Collosseum er virkilega magnaður staður og eitt af því sem maður verður að skoða. Það var minna að innan en við bjuggumst við en samt gríðarlega stórt. Menn telja (hvernig sem þeir hafa talið það) að um milljón manns hafi látið lífið til að skemmta áhorfendum yfir nokkur hundrað ára skeið, þegar leikar voru stundaðir þarna. Á endurreisnartímabilinu, löngu eftir að hætt var að nota þetta í leika, var næstum allur marmarinn tekinn og mikið af öðru byggingarefni til að skreyta aðrar byggingar, aðallegar kirkjur. Paladine hæðin er gríðarlegt samasafn af hallar-rústum, talið er að í hæðinni sé meira af múrsteinum og öðru byggingarefni heldur en náttúrulegum jarðefnum vegna þess hversu vinsælt hallarstæði hæðin hefur verið í gegnum aldirnar. Við skoðuðum síðan að lokum Roman Forum sem er þarna fyrir neðan hæðina og er afar tilkomumikið.

Það er annars ansi merkilegt hvað maður verður fljótt samdauna öllum þessu stórmerkilegu fornminjum og þykir allt sem er undir 1000 ára gamalt vera bara hálfómerkilegt ;) Annars kom það mér (Sonju) á óvart hvað það er mikið af minjum hér og þar um borgina, hélt að þetta væri meira bara bundið við Colloseum og þar í kring.


Hérna komar nokkrar myndir frá deginum:


Ringlaðir tímaflakkarar.


Sögulegur staður.


Það er augljóst hvar Sonja er stödd þarna.


Við höfum komist að því að það má drekka vatn úr brunnum í Róm og höfum við sparað bæði pening og tíma (ásamt því að sleppa við ofþurrk sem hefur oft verið ferðafélaqi okkar). Vatnið reyndar rennur í gegnum undirheima Rómar sem er fullur af grafhýsum og öðru en það er bara hressandi.


Uppi á Palantine hæðinni. Þessi leikvangur er smækkuð mynd af Circus Maximus sem er fyrir neðan hæðina. Circus Maximus sem var stærsti leikvangur sem hefur verið byggður - tók 300.000 manns í sæti og þar fóru hestvagnahlaup fram til forna (chariots) - Kaplakriki hvað. Þessi hinsvegar var öllu minni og var keppt með asnakerrum o.flr. og voru það gjarnan þrælabörnin sem kepptu, kannski e-ð í líkingu við æfingabúðir sem Schumacher ofl fara í sem börn.


Við uppi á Palantine hæðinni.


Hluti af Roman Forum - sést ágætlega hversu tilkomumikið svæðið er.


Já, við erum mjög upptekin af sjálfum okkur :-) Þetta musteri þarna fyrir aftan er gríðarlega hátt og sterklega byggt. Það hvað það er sterkt bjargaði því frá því að vera eyðilagt og notað í smíði á kirkju á endurreisnartímanum. Það eru för á súlunum frá böndum og öðru sem sýnir að menn reyndu töluvert að taka það niður en tókst ekki.


Þetta eru nú ekki föngulegir fótleggir. Sárin á löppunum eftir aðgerðina sjást þarna og einnig skítur eftir langan dag.

... how I dearly wish I wasn't here.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bjakk.