Jæja jæja - ef þetta er bara ekki orðin steeeeeeeindauð síða!! En nú er ég að fara á smá flakk aftur svo það má fara finna e-jar nýjar sögur hér bráðum. Þetta ferðalag verður nú reyndar heldur slappt - ætli ég hangi ekki á ströndinn með Elínu (kærasta Árna vin hans Jóhanns en þau fara sem sagt með okkur út og líka Hjölli sem er þriðji vinurinn) og strákarnir eyða öllum sínum stundum í pool. Við erum sem sagt að fara í letiferð til Króatíu þann 15. sept og ég man ekki hvort við verðum 12 eða 14 daga þarna úti á þessum "aðal" ferðamannastað sumarsins. Það verða því örugglega engar sögur af okkur villtum, hvernig við pöntum gula sveppasósu með handahreyfingum og búkhljóðum eða inn á lögreglustöð að bíða eftir næstu lest ;)
Annars er ég búin að hafa það bara drullufínt hérna fyrir "ustan" í sumar og hef skemmt mér konunglega - aðallega yfir lélegri enskukunnáttu túristans, stundum held ég líka hreinlega að þá skorti almenna skynsemi ;) En af öllum þeim spurningum og gullmolum sem hafa flogið í sumar þá er það einn sem toppar allt:
"CAN YOU CHANGE ME" og svo bæta sumir við svo snilldarlega " .... IN THE SHOWER"!!!!
Þannig er mál með vexti að það kostar 2x50 kr í sturtur hér á tjaldsvæðinu svo þessar blessaðir málleysingjar eru að biðja okkur um að skipta pen í 50 kalla ;) En það undarlega er samt að það eru allra þjóða kvikindi sem segja þetta svona - skil þetta ekki alveg en við getum samt endalaust hlegið að þessu hérna.
Svo eru það ameríkanarnir: "IS THIS A DRIVE-THROUGH PARK" ???
"HUMMM, SO IT TAKES 1,5 HOURS TO WALK THERE AND BACK? - IS THERE NOWHERE WE CAN DRIVE?"
En sem sagt þá er ég bara að bulla hér e-ð út í bláinn því ég er ekki beint þreytt og nenni því ekki að fara sofa. Það er ekkert í sjónvarpinu - eða ég nenni allavega ekki að giska á hver er að myrða hvern! Það eru frekar léleg skilyrði hér til sjónvarpsgláps og ég vil ekki horfa ein á DVD því þá get ég ekki horft á þá mynd með öllum öðrum! Hummmm - veeeesen. Bókin mín er úti í gestastofu og ég nenni ekki að ná í hana! Eiginlega nenni ég bara engu - allavega virðist sem svo af þessu bloggi ;)
Djöfull - ég held að ég drulli mér upp í rúm og hætti þessu væli. Ef e-r les þetta enn þá er Jóhann minn voðalega duglegur að henda inn myndum á: js.smugmug.com úr ferðinni í maí. Þetta er nefnilega svolítið tímafrekt - það þarf að velja myndirnar á vefinn svo fólk hreinlega drepist ekki úr leiðindum við að skoða 4000 myndir ;) auk þess sem hann reynir að skrifa hvað er að gerast hvar.
Annars hlakka ég til þegar ég kem að utan að geta kannski farið að hitta mann og annan mér til skemmtunar án þess að vera bruna austur morguninn eftir.
Góða nótt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli