mánudagur, maí 03, 2004
Var að horfa á CSI - hvers vegna er alltaf myrkur?  Allir glæpir virðast gerast um nætur og ef ekki um nætur þá í myrku húsnæði?  Svo virðast þeir alltaf vera að skoða vettvang í myrkri - er bannað að kveikja ljós í húsum?  Ég skil ekki þessa áráttu að læðast um með vasaljós - þetta er kannski spurning um að vera flottur í myrkri ;)  Nei - ég veit ekki.  Það er m.a.s myrkur á vinnustofum þeirra - hvort sem það er hjá lækninum, tæknimönnum eða yfirheyrsluherbergi.  Það er spurning hvort þetta sé lausnin - að vinna í myrkri??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
        
        
Engin ummæli:
Skrifa ummæli