fimmtudagur, apríl 29, 2004

Ég fór að pæla í einu í prófinu í gær - ekki mjög gáfuleg pælinga en allavega - hvers vegna eru það alltaf gamlar KONUR sem sitja yfir í prófum HÍ?? Er körlum ekki treyst eða nenna þeir þessu ekki eða hvað? Reyndar er alltaf einn kall en það er hann sem situr í Árnagarði fram á gangi - hann hefur aldrei setið inn í prófi, allavega ekki hjá mér! Ég get bara ekki munað eftir einu andskotans helvítans prófi þar sem að ekki hefur setið e-r bévitans kellingartu#### yfir mér. Þetta truflaði mig svo mikið í prófinu í gær að ég bara gat ekki almennilega einbeitt mér :( Ef ég fell í þessu prófi þá verður það gömlum tuðrum að kenna. Annars þá er nú prófum lokið og nú er bara að væflast áfram í ritgerðinni og undirbúa ferðina. Ég bara trúi ekki að það sé einungis vika þar til ég fer út.
Hvernig er það annars - hefur e-r séð þarna yfirferðina á Eurovisoin lögunum þetta árið - þetta er e-r skandinaviskur þáttur á stöð 1. Ég er ekki alveg að ná þessu - er þetta þá undankeppnin og svo verður önnur keppni eða? Ef að ég man rétt þá var talað um í fyrra að hafa undankeppni milli neðstu landanna fyrir næstu keppni og þá yrðu færri lönd í aðalkeppninni en ég skil ekki alveg - verður þá undankeppni núna á næstunni eða er hún búin? Jæja - það skiptir ekki öllu, en ég vona að Úkraína verði með því þá er líklegar að við Jóahnn náum kannski að upplifa Eurovision í Úkraínu. Allavega var Úkraína í þessum þætti og það var rosa gella, Ruslana sem syngur fyrir þá - blanda af Britney Spears og Janet Jackson sem dansaði hinn úkraínska þjóðdans RHYTMOPLASTIK!! Þetta verður nokkuð spennandi. En ætli nokkuð önnur þjóð hafi fattað hversu tilvalið tækifæri þetta kvöld er til að halda partý?? Ég vona það - við gætum reyndar verið í Póllandi svo þarf líka að vera "inn". Mér finnst bara að allir eigi að vera með - það er ljótt að skilja útundan :Þ og hananú. Rendar eru Finnar og Grikkir held ég með vænlegustu söngvarana - það er svona Ricky Martin + Tom Jones ;)
En ætli það sé ekki best að halda áfram með ritgerðina svo ég fari ekki út með hana í bakpokanum - við verðum reyndar með tölvuna með okkur eeeeen ég ætla nú ekki að einu sinni láta mér detta í hug að ég læri nokkuð. Ég tek bara sumarið í þetta!!

Engin ummæli: