mánudagur, september 22, 2003

Ég er að hugsa um að skrifa hingað inn öðru hverju áfram en það verður nú væntanlega ekki mjög reglulegt eða oft. Allavega þá komst ég heim heilu og höldnu - enda svo sem ekki við örðu að búast. Eða hvað - ég átti auðvitað að vera mætt út á völl klukkan 07 til að fá miðann minn heim! Úffff - það var nú satt að segja svolítið erfitt að vakna þann morgun en það tókst og ég drattaðist út á völl. Ég fékk nú nett taugaáfall þegar ég var að ganga inn í vélina því mér leið eins og ég væri sjálflýsandi! Allir hinir frónbúarnir voru orðnir svolieðis dökkbrúinir en það varla sást á mér :( Þetta leit nú ekki vel út - það mætti halda að ég hafi verið rápandi úti allar nætur og sofið á daginn! Ef það hefði nú bara við svo gott :/ Það fór bara alltaf svo mikill tími í allt að maður náði ekki nema kannski 3 klst á dag á ströndinni og svo þurfti nú stundum að eyða þessum tíma í að versla og svona ;)
En hér heima er nú allt að falla í fastar skorður og lífið að taka á sig e-a mynd, dagarnir hættir að líða í óstjórnlegri ringulreið! Það er að vissu leyti gott ða vera komin í rútinu aftur og vita svona nokkurn veginn hvað gerist næstu daga ;) Mér finnst nú samt stundum eins og ég hafi bara varla farið - eða allavega fyrir LÖNGU síðan! Það virðist nú ætla verða e-ð samband við þetta fólk sem ég hitti þarna úti, verst bara hvað ég get verið löt að svara :/ En ég hafði hugsað mér að bæta úr því í dag og svara nokkrum , svo það er best að hætta bulla hér. Enda dettur mér ekkert í hug - það er bara úr mér allur vindur!

Engin ummæli: