föstudagur, maí 02, 2003

Jæja - þá er interraildraumurinn minn allur að skýrast! Var svo sóðalega heppin að ég fékk global miða (öll 8 svæðin=öll Evrópa) á 25 þús í stað rúmlega 35 þús!! Jibbbí jibbbí - þetta sýnir að netfíkn borgar sig ;) Loksins get ég sýnt fram á að ég hreinlega spara pjéninga með því að slæpast á netinu á degi hverjum :) :) tralalalalalala.. Þetta er svo mikil snilld því mér fanns 35 þús heldur mikið ef ég mundi síðan ekki nota nærri því öll svæðin - maður á nefnilega aldrei að bruðla með peninga!! Ég hefði þurft að eyað mörgum mörgum mörgum klst í að reyna ákveða mig hvaða 2 eða 3 svæði ég ætti að kaupa og eins og allir vita geta ákvarðanir tekið LAAAAAAANGAN tíma :/ Svo ætlar Baldur interrailari með meiru að hjálpa mér að skipuleggja þennan mánuð - ég hlakka svooooooo til. Nú er bara einn og hálfur mánuður þar til að ég fer *BROS* *BROS * *BROS*!!! Ég er alveg bara yfirfull af hugmyndum um hvað skal gera og ekki bætir úr skák að skoða slóðir eins og þar sem allt er stútfullt af hugmyndum og ábendingum. Jæja - ætli það sé ekki best að snúa sér að skrifræði Webers og drulla þessari ritgerð í gegn svo ég þurfi ekki að fara í haustpróf og eyðleggja þar með sumarið.

Engin ummæli: