Vá - hvað það er langt síðan að ég hef gert nokkuð :P     Phúfff - þá er mars að verða búinn :(  Hvert fer tíminn minn?  Ég held að það sé e-r að stela honum, það er sá sami og er að stela pjéningunum mínum!  Það er alveg ljóst að hér er eitt stórt samsæri í gangi - ég skil Davíð alveg, þetta er sko ekkert grín.  Það hefur svo sem ekkert merkilegt gerst síðan ég blókti... blækti... - humm spurning hvernig á að beygja þessa nýju sögn??  Að blóka - ég blæki - þú blækir - hann blækir - við blækum...??  Ég veit ekki hvort mér finnst að svona eigi að beygja þetta.  Vil frekar blóka = blóta  svo að ég blóka - þú blókar - hann blókar  - við blókum .... og þá ég blókaði.  Já, ég held mig við það bara.  
Jú - eitt hefur nú gerst alveg stórskemmtilegt.  Nú skal jubilera 5 ára útskriftaramæli föstudaginn 6.júní 2003 - jibbí jibbí!  Ég verð því bara að rjúka úr miðbænum út á flugvöll takk fyrir - en það er betra heldur en að ég hefði misst af þessu! Ok - tíminn er byrjaður aftur.  bæjó
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
        
        
Engin ummæli:
Skrifa ummæli